s

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Langaði svoldið að deila þessu með ykkur:

Málið er að þorrablótsnefnd Íslendingafélags eins í Danmörku sótti um styrki hjá nokkrum útvöldum fyrirtækjum, þar á meðal beggja utanlandsflugfélaganna, vegna flutnings hljómsveitar frá Íslandi og vinninga sem átti að gefa á þorrablótinu. En þegar engin svör komu frá flugfélögunum voru keyptir miðar hjá yngra og jafnframt smærra flugfélaginu, (köllum það flugfélag B), þar sem það bauð lægri fargjöld. Þegar flugfélag A hafði loks samband og ætlaði sér að styrkja þorrablótið með vinningi, var þeim sagt frá því að farseðlar hljómsveitarinnar höfðu verið keyptir hjá öðrum en þeim. Í fyrstu vildu þeir fá tíma til að hugsa málið en komu svo með neitun. Í vikunni fyrir Þorrablótið fékk Íslendingafélagið svar frá flugfélagi B um að þeir myndu gefa flugmiða í happdrættið sem átti að vera á Þorrablótinu. Tveimur dögum síðar hafði flugfélag A (það sem ekki var verslað við) samband við Íslendingafélagið og sögðust vera leið yfir fyrri samskiptum og vildu bæta það upp og gefa farseðla á blótið, en þá var þeim upplýst að þegar hefði samkeppnisaðillinn gefið farseðil. Brást þetta flugfélag A illa við og hugðist slíta öll sín samskipti við Íslendingafélagið, sem er í raun móðurfélag þorrablótsnefndar, ef þorrablótsnefnd myndi ekki hafa samband við samkeppnisaðilla þeirra og afþakka áður gefinn miða. Þorrablótsnefndin hafði ekki annarra kosta völ en að hlíða þessu yfirgangsmikla flugfélagi þar sem Þorrablótsnefndin getur ekki ákveðið hverja Íslendingafélagið hefur samskipti og samninga við. Tveimur dögum fyrir Þorrablótið fékk nefndin senda heilsíðu auglýsingu frá flugfélagi A. Auglýsingu þessa vildu þeir fá í sönghefti Þorrablótsins. Ekki varð Þorrablótsnefndin við þeirri beiðni þar sem söngheftið var tilbúið og þar að auki verið lögð mikil vinna við það.

Skrítið að félag sem eyðir fúlgu af peningum í auglýsingaherferð hugsi ekki meira út í góð mannleg samskipti. Svona framkoma gerir ekkert annað en að ýta væntanlegum viðskiptavinum í fang keppinautarins.

Það er víst að félag B hefur nú þegar fengið fjöldan allan af tryggum viðskiptavinum, EINUNGIS útaf þessu litla máli.

Langar að fá ykkar álit á þessu máli, endilega tjáið ykkur!

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home