Þorrablótið
Já, þá er þetta bara yfirstaðið. Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá voru einhver vandræði með eldavélina en það "reddaðist" auðvitað og var maturinn hreint út sagt mjög góður...reyndar þegar ég segi maturinn þá er það nú eiginlega bara hangiketið, lambið og meðlæti sem ég á við...jújú ég er gikkur og borða ekki gamlan súran mat...það er nefninlega búið að finna upp ísskáp og meira segja frystikistu þannig að það þarf ekki að borða svona skemmdan mat...segi svona. En svo voru skemmtiatriðin...þau voru virkilega fín...og tóku Ingvi og Gummi hennar Freyju eitt frábært atriði, þið getið séð sama atriðið með öðrum leikurum á kvikmynd.is, farið í "ýmislegt" og leitið að "hæfileikaríkir bræður". Eftir skemmtiatriðin byrjaði svo ballið sem var hreinlega frábært, hljómsveitin Á móti Sól var frábær og fær ekkert nema hrós fyrir meiriháttar starf. Eftir kl.3 þurfti nefndin og fylgdarlið að hreinsa húsið...en við máttum ná í dótið okkar um morguninn. Við, Raskararnir í nefndinni drifum okkur svo bara í ísl.húsið þar sem hljómsveitin svaf, rifum þá upp (suma alla veganna) slóum upp smá teiti...mikil gleði mikið gaman...skriðum heim um hálf sjö...sofnaði áður en ég lagðist með höfuðið á koddann. Var svo rifin upp kl. hálftíu til að fara ásamt, Freyju, Ágústi Þór, Gumma og Bryndísi til að ná í allt dótið út í húsi...fara með það niður í Íslendingafélag. Jú og ekki má nú gleyma "Smírínoffskí feðgum". Við keyptum næstum allt vín af þeim...rússar á eldgömlum sendibíl....hehe...það var svona pínu skrítinn fílingur þegar þeir birtust á drossíunni...hafa eflaust tekið bílinn með frá Rússlandi...flúið land á rauða sendibílnum hihihi. En við drifum okkur í ísl.félagið með dótaríið...náðum að vekja hljómsveitina, alla nema tvo...sem hreinlega vöknuðu ekki þó svo að ég missti trommudisk á gólfið með þvílíkum hávaða! Að lokum var komið við á Makkanum...keyptir hammarar og tilheyrandi...ekkert smá gott...hélt nú aldrei að ég myndi sjá McDonalds í hillingum en í dag þá gerði ég það. Ég svæfði Freyju á meðan strákarnir skutluðu barnapíunni heim, þar sem Ingvi var með húslyklana...og svo, þegar þeir komu til baka, komst ég loks heim þar sem leiðin lá beint í bælið ...ahhh..gott að lúra smá...svo núna, nokkrum tímum síðar, bíð ég eftir pizzu!
Sem sagt í stuttu máli var blótað á frábæran máta!
Góðar stundir
Srosin
Já, þá er þetta bara yfirstaðið. Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá voru einhver vandræði með eldavélina en það "reddaðist" auðvitað og var maturinn hreint út sagt mjög góður...reyndar þegar ég segi maturinn þá er það nú eiginlega bara hangiketið, lambið og meðlæti sem ég á við...jújú ég er gikkur og borða ekki gamlan súran mat...það er nefninlega búið að finna upp ísskáp og meira segja frystikistu þannig að það þarf ekki að borða svona skemmdan mat...segi svona. En svo voru skemmtiatriðin...þau voru virkilega fín...og tóku Ingvi og Gummi hennar Freyju eitt frábært atriði, þið getið séð sama atriðið með öðrum leikurum á kvikmynd.is, farið í "ýmislegt" og leitið að "hæfileikaríkir bræður". Eftir skemmtiatriðin byrjaði svo ballið sem var hreinlega frábært, hljómsveitin Á móti Sól var frábær og fær ekkert nema hrós fyrir meiriháttar starf. Eftir kl.3 þurfti nefndin og fylgdarlið að hreinsa húsið...en við máttum ná í dótið okkar um morguninn. Við, Raskararnir í nefndinni drifum okkur svo bara í ísl.húsið þar sem hljómsveitin svaf, rifum þá upp (suma alla veganna) slóum upp smá teiti...mikil gleði mikið gaman...skriðum heim um hálf sjö...sofnaði áður en ég lagðist með höfuðið á koddann. Var svo rifin upp kl. hálftíu til að fara ásamt, Freyju, Ágústi Þór, Gumma og Bryndísi til að ná í allt dótið út í húsi...fara með það niður í Íslendingafélag. Jú og ekki má nú gleyma "Smírínoffskí feðgum". Við keyptum næstum allt vín af þeim...rússar á eldgömlum sendibíl....hehe...það var svona pínu skrítinn fílingur þegar þeir birtust á drossíunni...hafa eflaust tekið bílinn með frá Rússlandi...flúið land á rauða sendibílnum hihihi. En við drifum okkur í ísl.félagið með dótaríið...náðum að vekja hljómsveitina, alla nema tvo...sem hreinlega vöknuðu ekki þó svo að ég missti trommudisk á gólfið með þvílíkum hávaða! Að lokum var komið við á Makkanum...keyptir hammarar og tilheyrandi...ekkert smá gott...hélt nú aldrei að ég myndi sjá McDonalds í hillingum en í dag þá gerði ég það. Ég svæfði Freyju á meðan strákarnir skutluðu barnapíunni heim, þar sem Ingvi var með húslyklana...og svo, þegar þeir komu til baka, komst ég loks heim þar sem leiðin lá beint í bælið ...ahhh..gott að lúra smá...svo núna, nokkrum tímum síðar, bíð ég eftir pizzu!
Sem sagt í stuttu máli var blótað á frábæran máta!
Góðar stundir
Srosin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home