s

laugardagur, febrúar 07, 2004

þorrablótsdraugurinn farinn að láta sjá sig...

...allt hefur gengið í sögu við undirbúning Þorrablóts Íslendinga í Odense ja...svona næstum allt fyrir utan nokkur leiðindarmál sem ég fer ekki út í að svo stöddu allaveganna. En við fengum húsið í gær þannig að salurinn var skreyttur og allt gert sem hægt og mátti var klárað í gær. Svo í dag var náð í hljómsveitina og þeir stilltu upp...svo átti að græja lambakjötið og allan matinn. Hvað haldið þið að hafi gerst og er að gerast??....haldiði ekki að blessaður ofninn og hellurnar í samkomuhúsinu séu óvirkar...allt slær út...og við eigum von á tæpum 100manns í mat kl.19 í kvöld.....nú eru góð ráð dýr...og ég sit bara hér heima og blogga...hehe....jú...það voru vaktaskipti á heimilinu! Vonandi endar þetta vel!

Hér dugar ekkert annað en hið íslenska einkennisorð "Þetta reddast"!!!!

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home