Þýskalandsreisa
Já, brugðum okkur til Flensburg í gær og vorum í samfloti með Freyju, Gumma og Ársól. Ofurfordinn gaf tojþotunni ekkert eftir enda ekki við öðru að búast, þar sem fordinn var á leið í heimalandið. Vorum með talstöðvar í bílunum og var það helvíti fínt. Komumst í Citti, sem er svona verslunarmiðstöð eða eitthvað .... eiginlega risa risa stórt Bónus sem selur einnig áfengi og svoleiðis...ja..kannski aðeins öðruvísi en Bónus. Allaveganna gátum við eytt næstum þremur klukkustundum þar inni...og jú, eitthvað af peningum líka :S. Eftir Citti var fólk orðið svangt, ákveðið var að bruna niður í miðbæ Flensburg og finna eitthvað ætilegt. Eftir að hafa keyrt upp og niður eina götu þarna, ákváðum við að leggja köggunum og fara gangandi að finna stað. Við römbuðum líka á þennan fína stað sem var eiginlega falinn í gamalli hliðargötu, og einni fallegustu hliðargötu sem ég hef séð. Húsin voru mjög þétt og eldgömul. Til að mynda voru útveggirnir á veitingahúsinu allir út og inn og húsið hélst eiginlega uppi af gömlum vana....voða flott. Við fengum borð á loftinu (enginn vildi hávaðasama Íslendinga í aðalsalnum hehe). Svo var farið að skoða matseðlana...hmm...jú jú, það voru einhverjir nokkrir réttir þarna en það hlaut að vera eitthvað aðeins meira. Jú, fundum aðalréttina og fórum öll að skoða þá, en auðvitað var seðillinn á þýsku. Eftir dágóða stund þá rak einhver augun í það að aðalréttirnir væru seldir í lítratali...hmmm...skoðum betur...haldiði ekki að við höfum verið ansi nærri því að panta okkur rauðvínsflösku hver...jú jú, "aðalréttirnir", að við héldum, voru þessi fínu vín, enda var þetta eitthvað fínt vínhús. Smá miskilningur í gangi..hehe! En við pöntuðum okkur nú bara fljótandi veigar með kjötinu. Þó sérfræðingarnir, Gummi og Ingvi, höfðu fyrst pantað sér dýrindis alkahol fri bjór..hehe...fljótir að skipta honum! En þetta var allt svo vel útilátið og frábærlega gott, Þjóðverjar þekktir fyrir velútilátin mat! Leiðinlegast var að enginn var með myndavél í lagi...batteríin búin hjá mér og myndavélin hennar Freyju í bílnum...ohh...ég varð pínu spæld enda ekki á hverjum degi sem maður sér svona fallega gamla götu! Endað var á grensabúð og keypt Rauðvín og bjór , svo var brunað rakleiðis aftur heim til Odense...sumir orðnir ansi þreyttir! Fínasti bíltúr!
Hilsen, luv.Srosin
Já, brugðum okkur til Flensburg í gær og vorum í samfloti með Freyju, Gumma og Ársól. Ofurfordinn gaf tojþotunni ekkert eftir enda ekki við öðru að búast, þar sem fordinn var á leið í heimalandið. Vorum með talstöðvar í bílunum og var það helvíti fínt. Komumst í Citti, sem er svona verslunarmiðstöð eða eitthvað .... eiginlega risa risa stórt Bónus sem selur einnig áfengi og svoleiðis...ja..kannski aðeins öðruvísi en Bónus. Allaveganna gátum við eytt næstum þremur klukkustundum þar inni...og jú, eitthvað af peningum líka :S. Eftir Citti var fólk orðið svangt, ákveðið var að bruna niður í miðbæ Flensburg og finna eitthvað ætilegt. Eftir að hafa keyrt upp og niður eina götu þarna, ákváðum við að leggja köggunum og fara gangandi að finna stað. Við römbuðum líka á þennan fína stað sem var eiginlega falinn í gamalli hliðargötu, og einni fallegustu hliðargötu sem ég hef séð. Húsin voru mjög þétt og eldgömul. Til að mynda voru útveggirnir á veitingahúsinu allir út og inn og húsið hélst eiginlega uppi af gömlum vana....voða flott. Við fengum borð á loftinu (enginn vildi hávaðasama Íslendinga í aðalsalnum hehe). Svo var farið að skoða matseðlana...hmm...jú jú, það voru einhverjir nokkrir réttir þarna en það hlaut að vera eitthvað aðeins meira. Jú, fundum aðalréttina og fórum öll að skoða þá, en auðvitað var seðillinn á þýsku. Eftir dágóða stund þá rak einhver augun í það að aðalréttirnir væru seldir í lítratali...hmmm...skoðum betur...haldiði ekki að við höfum verið ansi nærri því að panta okkur rauðvínsflösku hver...jú jú, "aðalréttirnir", að við héldum, voru þessi fínu vín, enda var þetta eitthvað fínt vínhús. Smá miskilningur í gangi..hehe! En við pöntuðum okkur nú bara fljótandi veigar með kjötinu. Þó sérfræðingarnir, Gummi og Ingvi, höfðu fyrst pantað sér dýrindis alkahol fri bjór..hehe...fljótir að skipta honum! En þetta var allt svo vel útilátið og frábærlega gott, Þjóðverjar þekktir fyrir velútilátin mat! Leiðinlegast var að enginn var með myndavél í lagi...batteríin búin hjá mér og myndavélin hennar Freyju í bílnum...ohh...ég varð pínu spæld enda ekki á hverjum degi sem maður sér svona fallega gamla götu! Endað var á grensabúð og keypt Rauðvín og bjór , svo var brunað rakleiðis aftur heim til Odense...sumir orðnir ansi þreyttir! Fínasti bíltúr!
Hilsen, luv.Srosin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home