s

laugardagur, mars 27, 2004

Ekkert smá hvað tíminn flýgur!!!

Jólin eru varla búin og farin af manni þegar Páskarnir eru á næsta leiti! Áthátíðir allt í kring! Þetta er náttúrulega ekki hægt, svo eftir Páskana er næsta stórhátíð.. Júróvísjón, ekki slæm skemmtun það, tveir "Íslendingar" að keppa, jú, jú, við "eigum" nefninlega danska keppandann líka...næstum því uppalinn Íslendingur, hefur komið til Íslands, hva.. einu sinni, eða eitthvað álíka! Heyrðu jú, vissi að ég væri að gleyma einhverju stór dagur 14. maí.. ekki nóg með að maðurinn minn verði þrírogeinn heldur hálfur frídagur í Danmörkinni.. Frikki og Mæja að gifta sig... sá um daginn að það er hægt að kaupa kerti með mynd af þeim...voða sætt... svo var víst hægt að kaupa trúlofunarköku í næstum öllum bakaríum þegar þau settu upp hringana! Æðislegt alveg!

En sem sagt nóg að gera!!!

p.s. vildi láta vita að hann Gummi er með aðra bloggsíðu en ég hef verið að linka á... hlaut að vera.. maðurinn ekkert búinn að blogga í háa herrans tíð ;)

Hils, luv.
Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home