s

sunnudagur, mars 21, 2004

Frábær helgi á enda

Já, við vorum svo heppin að fá þau Sigrúnu og Skúla í heimsókn yfir helgina. Vorum eiginlega með sameiginlega "pabbahelgi" ásamt Freyju og Gumma... hehe En það er nú eiginlega hrikalegt að segja þetta en það var komið meira en eitt ár síðan við hittumst síðast...úff... og við sem eigum þennan svaka ofurbíl! En þau komu á föstudagskvöldinu og var Skúli hreinlega dreginn í Guðþjónustu með Ingva, Gumma og nokkrum öðrum supergæjum. Eiginlega var þetta svona messa af sérstöku tagi... ekki alveg verið að predika um kristinfræðina... eitthvað allt annað... en þeir skemmtu sér víst konunglega... voru víst eins og saklausar unglingsstelpur (eða það segja þeir okkur!!). Á meðan þeir skoðuðu ýmsan varning og óvarning í messunni, höfðum við notarlegt stelpukvöld. Við, undirrituð, Freyja og Sigrún... horfðum á Bridget Jones og höfðum það gott. Töluðum um óléttur og svoleiðis þar sem þau elskur, Sigrún og Skúli vænta erfingja í sumar. Á laugardeginum drifum við okkur í bíltúr, ætluðum að finna einhverja kæmpestore antiksölu... Gummi og Freyja á Toyþotunni, vísuðu veginn... eftir verulegan rúnt enduðum við nú bara skrítnasta markaði sem ég hef farið á, hmmm... já, enduðum nú bara á bílastæðinu hérna við kollegiið... sá nú ekkert sniðugt þar... en kom nú í ljós að Toyþotufólkið hafi gefist upp á að leita og brunaði bara heim...hehe. Um kvöldið höfðum við svo fondue... mmm... það var sko gott! Eftir fondue og banana var spilin tekin upp, í þetta sinn hið bráðskemmtilega Settles. Það var spilað fram á nótt, og eftir ótrúlega spennandi leik, ákváðum við hjónaleysurnar að vera kurteis og "leyfa" gestunum að vinna! (alltaf jafn góð!). Í dag, sunnudag var dagurinn hafinn með morgunkaffi, þar á meðal íslenskum snúðum... svo var Skúli heldur æstur í að taka upp settlesið aftur, og gerðum við það í snatri enda ferlega gaman. Við vorum nú viss um að Skúli hefði verið andvaka við að skipuleggja einhverja dúndursókn sem átti eftir að nýtast í Settlesinu... jú, þess má geta að við leyfðum honum nú eiginlega að vinna... alltaf jafn góð ;) Þetta var hreint frábær helgi þó svo að veðrið hefði verið eins og ekta íslenskt haustveður, rok, rok og rigning! En Sigrún og Skúli, Freyja og Gummi, takk fyrir frábæran helgi! ... Aarhusfólk, lofum að kíkja til ykkar áður en heimfluttningur verður!

Hils, luv.
Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home