s

fimmtudagur, mars 18, 2004

Fróðleikur um Dani

Eins og ég hef svo oft sagt þá eru þessar skrítnu Danir furðulegir...hehe... allaveganna Danirnir eru þekktir heima á Íslandinu fyrir að vera svoldið "ligeglad"... og jú, það er rétt að mörgu leiti.. auðvitað ekki allir. En t.d. ef maður er að kaupa húsgagn þá má búast við að bíða í margar vikur eftir að fá það sent heim. En nú hafa þeir aldeilis toppað það. Hér á kollegiinu er símkerfi, þar sem maður getur hringt frítt innan kollegisins og hægt er að hringja í mann, en borga þarf inneign til að við getum hringt út af kollegiinu. En það átti að leggja símkerfið niður í byrjun febrúar út af því að það var dýrt í rekstri og nýtt kerfi átti ekki að koma fyrr en tveimur mánuðum síðar...en þessir danir þeir hafa hreinlega ekki nennt að aftengja kerfið!! ...hehehe...en auðvitað er ég mjöööög sátt við hvursu ligeglad þeir eru í þessu tilfelli...en þetta er samt típískt.

"...æi.. það er svo erfitt að taka þessar símasnúrur úr sambandi...
....hey...það er komin bjórpása"

Hils, luv.
Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home