s

þriðjudagur, mars 02, 2004

Gerði mér lítið fyrir og mætti í skólann

Lá við að ég rataði ekki þangað þar sem það hafa ekki verið tímar í tvær vikur. En maður þarf víst að sinna þessu líka, eða svo sagði mér einhver...man bara ekki hver!!! Fór í morgun í tíma sem nefninst "constructive and creative thinking" og er alveg ferlega áhugaverður tími. Þetta er annað af tveimur fögunum sem ég valdi sem mína sérhæfingu. En sérhæfingin mín var "communication" og þrívíddarhönnun í forritinu Maya. Báðir ótrúlega smellnir tímar. En aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að taka communication sem annað af sérhæfinga fagi, en svona breytist maður, sumir myndu kalla það kannski að þroskast... en ég veit ekki...jú jú ég er svo sein að fatta :) En í þessum tíma lærir maður að skipuleggja hugsanir, sem virkar ferlega vel í (hönnunar) hugmyndaferli jafnt og í daglegu lífi. Ég mæli eindregið með að fólk kíki á bókina sem við förum eftir en hún er lítil og nett og heitir "Six hat thinking" og er eftir Edward de Bono. Ef ég vitna til að mynda í setningu sem er framan á bókinni (og þýði einnig yfir á stórgóða íslensku), "Við eigum de Bono að þakka fyrir að mynna okkur á að hugsun er hæfileiki sem stöðugt er hægt að þróa".

...ekki heldur slæmt að vita af tveimur Bono-um sem eru snillar!

Hils, luv.
Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home