Jæja, ætli það sé ekki best að blogga smá...
Já, hef nú ekki ruglað hérna síðan fyrir Páska! Nei, ég var svo sem ekki það upptekin við að borða páskaegg...nei, nei, þannig var nú að við skruppum upp á Íslandið! Úpps.. vona nú að enginn verði svekkt(ur) á því að hafa ekki fengið heimsókn frá okkur. En þetta var svona skyndiákvörðun, og var nú ein af ástæðunum að fara og kíkja á einhver slott... og jú kíkja á ættingjana. Þetta var bara fínasta ferð. Hitti Önnu og Ísak Júlíus, algjör dúlla en svo náði ég nú að hitta hana Unu bunu í Reykjavíkinni, dönsuðum hallærisdansa fram á rauða nótt, ekki endaði það kvöld nógu vel því mín bara hrundi fyrir utan skemmtistaðinn.. jú jú, bingófóturinn gaf sig... æi, það var nú djö... vont, en viti menn, haldiði ekki að frændi Smírínoffskí feðga hafi einmitt verið staddur á laugaveginum í Rvíkinni... og hann vildi nú endilega nota töframátt sinn til að nudda bingófótinn... en nei... ég öskraði nú aðeins á hann, karlinn... en hann fylgdi okkur skötuhjúum niður allan laugaveginn!! Allsstaðar er Smírínoffskí famelían!!! En svo var slakað á í Suðurás, og einnig upp í sumarbústað... ohh.. ekki slæm vika! En nú hefst víst alvara lífsins aftur... þó það sé ótrúlega stutt þangað til við flytjum heimili okkar eitthvert á höfuðborgarsvæðið, vona bara að við endum ekki í laugardalnum... nenni ekki tjaldútilegu... líka komið svo stór líkamsræktastöð þar sem yrði eflaust ónæði af! En það er víst bara um 10 vikur þar til við flytjum frá Baunaveldi!
Alltaf gott að koma heim aftur... hvar svo sem heimilið er!
P.s. þá sem ég ekki hitti í þessari ferð skal ég lofa að hitta í þeirri næstu ;)
P.p.s. Íris Jens á afmæli í dag, til hamingju Íris mín!
Hils, luv.
Srosin
Já, hef nú ekki ruglað hérna síðan fyrir Páska! Nei, ég var svo sem ekki það upptekin við að borða páskaegg...nei, nei, þannig var nú að við skruppum upp á Íslandið! Úpps.. vona nú að enginn verði svekkt(ur) á því að hafa ekki fengið heimsókn frá okkur. En þetta var svona skyndiákvörðun, og var nú ein af ástæðunum að fara og kíkja á einhver slott... og jú kíkja á ættingjana. Þetta var bara fínasta ferð. Hitti Önnu og Ísak Júlíus, algjör dúlla en svo náði ég nú að hitta hana Unu bunu í Reykjavíkinni, dönsuðum hallærisdansa fram á rauða nótt, ekki endaði það kvöld nógu vel því mín bara hrundi fyrir utan skemmtistaðinn.. jú jú, bingófóturinn gaf sig... æi, það var nú djö... vont, en viti menn, haldiði ekki að frændi Smírínoffskí feðga hafi einmitt verið staddur á laugaveginum í Rvíkinni... og hann vildi nú endilega nota töframátt sinn til að nudda bingófótinn... en nei... ég öskraði nú aðeins á hann, karlinn... en hann fylgdi okkur skötuhjúum niður allan laugaveginn!! Allsstaðar er Smírínoffskí famelían!!! En svo var slakað á í Suðurás, og einnig upp í sumarbústað... ohh.. ekki slæm vika! En nú hefst víst alvara lífsins aftur... þó það sé ótrúlega stutt þangað til við flytjum heimili okkar eitthvert á höfuðborgarsvæðið, vona bara að við endum ekki í laugardalnum... nenni ekki tjaldútilegu... líka komið svo stór líkamsræktastöð þar sem yrði eflaust ónæði af! En það er víst bara um 10 vikur þar til við flytjum frá Baunaveldi!
Alltaf gott að koma heim aftur... hvar svo sem heimilið er!
P.s. þá sem ég ekki hitti í þessari ferð skal ég lofa að hitta í þeirri næstu ;)
P.p.s. Íris Jens á afmæli í dag, til hamingju Íris mín!
Hils, luv.
Srosin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home