s

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Mér var haldið vakandi til hálf fjögur í nótt...

...og það af ketti !!! Ég var ekki kát með það, en kattarskömmin labbaði hring eftir hring í kringum blokkina mína og breimaði eins og honum væri borgað fyrir það (kannski einhver hafi samið við hann ...HVER VILDI MÉR ÞETTA ???) Ég bý á stað þar sem eru örugglega allir Odense-ískir villikettir samankomnir, svo fór ég að spá af hverju þessi vildi bara vera í kringum mína blokk, fyrir utan að hafa verið borgað fyrir það, en ég komst að þeirri niðurstöðu að það eru kattamafíur hérna, þær skipta á milli sín hverfunum, þessi var greinilega á vakt í nótt á sínu/mínu svæði, já, mjáfíósinn sjálfur! En það hefði verið í lagi hefði hann gefið frá sér lítið sætt *mjá mjá* þá hefði ég eflaust sofnað vært og farið að dreyma sætar kisur...
... en neiiiiiii, ég gat náttúrulega ekki fengið mesta söngfuglinn eða söngköttinn í þessari mjáfíu... heldur fékk ég Rod Stewart þeirra katta því hann hafði wiskyrödd dauðans og sagði sko *ááááhhááááhhááóóóóó* ...held að þetta sanni enn frekar að þetta sé mjáfíósi, drekkandi wisky fram eftir öllu....AAarg...

Spurning um að fara út með wisky og semja við hann um næstu nótt... fara upp í hverfi... kannski í blokkir 11-12-13...eitthvað af þeim...hihihi...

...en ég vil samt vita hver gaf honum wisky fyrir síðustu nótt !!!

En af allt allt öðru... þá á stóri bróðir minn afmæli... Siggi til hamingju með þrírogeitthvað afmælið þitt!...kem og heimta köku í tilefni afmælisins í sumar!


~*~Srosin~*~
...svakalega sibbin...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home