s

laugardagur, apríl 24, 2004

Vaknaði í morgun um tíu...

Kíkti á mailið mitt og sá þá að ég ætti eitt skilaboð! Já, það var þessi snilli að hjálpa mér í glímunni við hel***** bannerinn sem var alltaf hérna efst og skyggði á fínu síðuna...hehehe.. þetta tókst svona þrusu vel. Tusund tak, Lilja!

En eftir að hafa leyst bannervandamálið þá ákvað ég að fara á strúts eða kengúruveiðar...og það niður í miðbæ hehehe. Kíkti í Superbrugsen og Fötex en mætti engum strút eða kengúru, en í staðinn veiddi ég bara Krondyr eða Hjartardýr eins og ég held að það heiti á klakamáli. Hann verður matreiddur í kveld ásamt, hefðbundni svínalund, túnfisk, lax og sverðfisk, síðan er ég búin að malla ostaköku, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður... vona að hún bragðist vel...er með súkkulaði og sykurpúðum, sem ætti nú ekki að skemma fyrir. En nóg af mat, þegar ég var að borga í Fötex þá var svoldið skondinn maður bak við mig í röðinni. Eiginlega svona maður sem mynnti mig á Jack Nickolson í As good as it gets. Allaveganna þegar blessaður danski Jack var að setja vörurnar á bandið þá urðu þær að vera í beinni röð og allar rjómafernurnar hans urðu að snúa eins.... heheh ég gat nú ekki annað en brosað út í eitt....fyndnir svona sérvitringar, segir ein sérvitur sem mátti aldrei stíga á línur hér áður fyrr, eða varð að láta braka í öllum fingrum eða tám ef það brakaði óvart í einni....uss uss að ég skuli segja frá þessu.... en ekkert vera fara með þetta lengra hehe :)

Jæja, nóg í bili...

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home