s

mánudagur, maí 31, 2004

Ekki laust við að botninn sé aumur

Ástæðan er sú að danskbúsetta, íslenska stórfjölskyldan (við, Freyja og co. og Gústi og Þóra) dreif sig í hjólreiðatúr í gær. Ekki var þetta neinn smá hjólatúr niður í bæ, neiii.. það var drifið sig með nesti og nýja skó um klukkan hálf ellefu í gærmorgun, hjólavagnar og átta hjól rifin út, nú var stefnan tekin á Langesö, en sú leið er svona um það bil þrjátíu km fram og tilbaka. Sem betur fer lék veðrið við okkur og sólin faldi sig bak við skýjamistur fyrri hluta dags en lét svo sjá sig!

Ingvi greyið var vakinn upp eftir afmælispartý á laugardagskveldið...rifinn upp í 30km hjólatúr... æi, ég veit, ég er vond:)

En þetta var alveg meiriháttar dagur, litlu hjólreiðamennirnir gerðu sér lítið fyrir og hjóluðu hálfa leiðina eða 15km og vorum við hin þvílíkt stollt af þeim.

Þegar upp í Langesö var komið, var dregið fram einnota grill og íslenskar SS-pUlsur! Nammi namm... og íslenskt SS pUlsusinnep, það gerist varla betra eftir mikið erfiði.

Eftir matinn var komið við á leikvelli, ja, eiginlega svona þrautaleikvelli er viss um að herinn æfi sig þar! Þar kom upp keppnisskapið í fólkinu (öllum nema mér)og var ákveðið að halda tímakeppni... strákar á móti stelpum. Ég var ljósmyndari og Ingvi tímavörður. Gaman að segja frá að stelpurnar unnu þar sem annar karlkeppandinn SVINDLAÐI, nefni engin nöfn ;)

Eftir þrautirnar var haldið heim á leið en þá voru litlu hjúin orðin þreytt og voru hjólin þeirra hengd aftan á hjólavagnana og þau fengu að sitja og hvíla lúin bein... ahh.. vildi nú alveg sitja þarna með þeim.

Þegar við voru farin að nálgast Odense þá punkteraði Gummi.. svo hann dró upp læknahanskana og bætur, Gummi ávallt viðbúinn!

Það var nú gott að komast heim og hvíla sig smá en þá var klukkan orðin fimm. Við komum við í Kolonihave hjá Gumma og Freyju þar sem við vorum orðin vatnslaus, fengum okkur smá að drekka en fórum svo heim. Það var sko gott að fara í sturtu eftir þetta erfiði. En ekki var dagurinn liðinn því stórfjölskyldan mætti öll saman komin aftur og grillaði yndislegan mat... held að matur smakkist þrjúþúsundsinnum betur ef maður hjóli þrjátíu km áður en borðað er. Eftirréttur var heldur ekki að verra laginu... ávextir og súkkulaðifondue... mmmm

En allaveganna þá borgar maður fyrir frábæran dag, með aumum botni... ái... ætla sko ekki að hjóla neitt í dag;)

Myndir hér

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home