s

laugardagur, maí 29, 2004

það er að koma Hvítasunna

Já, þetta hreinlega flýgur áfram, mér finnst það hafi verið í gær að ég var að tala um jólin... vááá. Og nú er mánuður í að við komum heim, reyndar tæpur mánuður þar til Nökkvi fer, þar sem hann fer viku á undan með mömmu og pabba.

Og allt þetta sem við ætluðum að vera búin að gera áður en við færum heim, skoða þetta og skoða hitt... held að við komumst ekki yfir helminginn af því, en það er kannski ágætt þá ÞURFUM við að koma í heimsókn til að ljúka því.

En ég verð nú að viðurkenna að þó það sé gaman að koma heim þá er svakalega erfitt að kveðja... jú, jú, þótt ótrúlegt sé :) þá höfum við eignast bestustu vini hérna í úglandinu og margt að ganga upp hjá litla manninum. Hann fékk að vita það á síðustu fótboltaæfingu að hann ásamt nokkrum öðrum peyjum (þeim sem keppa alltaf saman) fengju að fara áfram inn í deild eða eitthvað álíka en aðrir halda æfingum áfram... allaveganna þá var voða mikill heiður að komast áfram og hann voða glaður. Hann spurði mig eftir æfinguna hvort við gætum ekki bara búið hérna áfram. Karlgreyið.. ekkert smá mikið lagt á litlar taugar.

Mikið er ég vond :(
En allaveganna segi þetta í bili.

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home