s

mánudagur, maí 03, 2004

Legoland tekið með stæl

Já, við stöllurnar, ég og Freyja, ákváðum að fara með krakkana í Legoland í gær og það gerðum við. Við tókum daginn snemma, klukkan níu var brottför frá Rasmuspleisi... ég var nú eitthvað að hneykslast á Freyju að taka allan fatnað með... eins og hún væri á Íslandi, regnföt, jakka... en ekki stuttbuxur! En ég og Nökkvi fórum bara eins og við vorum klædd... í sumarjakka, og með eina þunna aukapeysu með í för. Jæja, það var haldið af stað í tojþotunni, áleiðis til Billund á Jótlandinu. Ferðin gekk vonum framar og engar teljanlegar tafir vegna áttavilltar. Þegar við stigum út úr tojþotunni í Billund byrjaði þetta svaka þrumuveður, já, já, og rigningin kom... ég hefði átt að gera meira grín :S En þær mæðgur náðu allaveganna að nota regnúlpurnar en við mæðginin urðum að kaupa okkur æðislega gula plastpokaskykkjur merkta legolandi.... við vorum sko flottust!! En það passaði að leið og við vorum komin í gula átfittið þá stytti upp og kom þetta yndislega veður... sól og sumarylur. Við áttum góðan dag í kubbalandinu og prufuð voru flest tækin, vorum komin heim aftur á milli fjögur og fimm.

Svona eiga sunnudagar að vera.

Freyja og Ársól... takk fyrir sAMverUNA...

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home