Veðrið og fjölskyldu óheppni...
Í gær: Þotið var, eftir skóla, lærdóm og leikskóla upp í Næsby þar sem ungi maðurinn, þessi yngsti, var að fara keppa með sínu liði. Ekki leist mér nú á veðrið, grenjandi rigning og þá meina ég háááágrengjandi. Við komum og þessar litlu hetjur allar klæddar í sinn OB búning, stuttbuxur og bol, sníktu svo pláss undir regnhlífum foreldranna meðan beðið var eftir hinu liðinu. En svo hófst leikurinn með viðeigandi þrumum og eldingum...váááá... þetta var svo spennó. En þeir spiluðu alveg eins og hetjur og unnu 12-1!!! Ég dáðist af þeim hlaupandi í ekta regnveðri... svona stórir stórir dropar sem koma beint niður.
Í morgun vaknaði hetjan um hálf sex, úfff og púff, og ekki gat ég nú fest svefn nægilega vel eftir það. En um hálfníu rifum við okkur út á leikskóla og skóla... í grenjandi rigningu. Já, brjáluð rigning fyrir hádegi en þessi svaka blíða eftir hádegi. Við skötuhjúin fórum í nokkrar búðir til að fá einhver tilboð á Hvidevarer... þvottavél og þurrkara, en auðvitað þurftum við að lenda í umferðarteppu og urðum alltof sein að sækja Nökkva greyið, sem unni sín þó ágætlega einn með tveimur fóstrum, sem blóta örugglega þessum Íslendingum sem gera allt á síðustu stundu. En þá fékk ég að vita að hann hefði verið það óheppin í dag að stíga á nagla, áááts... Við brunuðum alveg í botni.. á ofurfordaranum til að ná pósthúsinu og náðum því. En svo komst upp að bíllyklarnir lágu í framsætinu og bíllinn læstur, ja, hálflæstur því það var svona rifa á honum. Nú voru góð ráð dýr... báðir lyklarnir inn í bíl, önnur kippan í framsætinu og hin í jakkavasanum í aftursætinu.... ohhhhhh..þoli ekki svona. Bíllinn var staðsettur úti á götu, þannig að nóg af bílum þeystust framhjá. Við reyndum að rífa upp hurðina en með engum árangri. En þá trítluðum við inn í svona græjubúð... sem selur allskonar bílgræjur, þeir hlytu að hafa svona þjófajárn... eflaust allt stolið þarna hehe.. segi svona. En við fengum þetta líka RISA járn með áteipum krók til að reyna krækja í lyklana sem voru í framsætinu. Og þá hófumst við, rasmusraskbófar ekki bjarnabófar, að hamast á bílhurðinni... ég togaði og Ingvi tróð þessu svaka járni sem var ábyggilega um einn og hálfur meter. En viti menn.. held við ættum að við gerast þjófar svona með skóla... þetta tók okkur aðeins tíu-fimmtán.... mínútur... hehe... mikið var nú góð tilfinning að halda á lyklunum og hvað þá að opna ofurfordinn.
En nú vitum við að við gætum orðið atvinnu bíla opnarar ef engin vinna finnst á Íslandinu en bara í allra ítrustu neyð!
~*~Srosin~*~
Í gær: Þotið var, eftir skóla, lærdóm og leikskóla upp í Næsby þar sem ungi maðurinn, þessi yngsti, var að fara keppa með sínu liði. Ekki leist mér nú á veðrið, grenjandi rigning og þá meina ég háááágrengjandi. Við komum og þessar litlu hetjur allar klæddar í sinn OB búning, stuttbuxur og bol, sníktu svo pláss undir regnhlífum foreldranna meðan beðið var eftir hinu liðinu. En svo hófst leikurinn með viðeigandi þrumum og eldingum...váááá... þetta var svo spennó. En þeir spiluðu alveg eins og hetjur og unnu 12-1!!! Ég dáðist af þeim hlaupandi í ekta regnveðri... svona stórir stórir dropar sem koma beint niður.
Í morgun vaknaði hetjan um hálf sex, úfff og púff, og ekki gat ég nú fest svefn nægilega vel eftir það. En um hálfníu rifum við okkur út á leikskóla og skóla... í grenjandi rigningu. Já, brjáluð rigning fyrir hádegi en þessi svaka blíða eftir hádegi. Við skötuhjúin fórum í nokkrar búðir til að fá einhver tilboð á Hvidevarer... þvottavél og þurrkara, en auðvitað þurftum við að lenda í umferðarteppu og urðum alltof sein að sækja Nökkva greyið, sem unni sín þó ágætlega einn með tveimur fóstrum, sem blóta örugglega þessum Íslendingum sem gera allt á síðustu stundu. En þá fékk ég að vita að hann hefði verið það óheppin í dag að stíga á nagla, áááts... Við brunuðum alveg í botni.. á ofurfordaranum til að ná pósthúsinu og náðum því. En svo komst upp að bíllyklarnir lágu í framsætinu og bíllinn læstur, ja, hálflæstur því það var svona rifa á honum. Nú voru góð ráð dýr... báðir lyklarnir inn í bíl, önnur kippan í framsætinu og hin í jakkavasanum í aftursætinu.... ohhhhhh..þoli ekki svona. Bíllinn var staðsettur úti á götu, þannig að nóg af bílum þeystust framhjá. Við reyndum að rífa upp hurðina en með engum árangri. En þá trítluðum við inn í svona græjubúð... sem selur allskonar bílgræjur, þeir hlytu að hafa svona þjófajárn... eflaust allt stolið þarna hehe.. segi svona. En við fengum þetta líka RISA járn með áteipum krók til að reyna krækja í lyklana sem voru í framsætinu. Og þá hófumst við, rasmusraskbófar ekki bjarnabófar, að hamast á bílhurðinni... ég togaði og Ingvi tróð þessu svaka járni sem var ábyggilega um einn og hálfur meter. En viti menn.. held við ættum að við gerast þjófar svona með skóla... þetta tók okkur aðeins tíu-fimmtán.... mínútur... hehe... mikið var nú góð tilfinning að halda á lyklunum og hvað þá að opna ofurfordinn.
En nú vitum við að við gætum orðið atvinnu bíla opnarar ef engin vinna finnst á Íslandinu en bara í allra ítrustu neyð!
~*~Srosin~*~
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home