Vorum á OB-leikvangnum
Já, hann Nökkvi fór að keppa með sínu liði, OB, á stóra OB leikvangnum í dag. Vá, spennan búin að vera gífurleg síðan það fréttist að hann fengi að leika þarna... þessi sunnudagur ætlaði seint að koma, en viti menn hann kom! Þeir áttu að spila einn leik en fengu þær gleðifréttir þegar þeir komu að leikirnir yrðu tveir. Það var gaman að fylgjast með þessum litlu hetjum, allir að springa úr spenningi og foreldrarnir úr stollti, það er sko ekki á hverjum degi sem það gefst tækifæri á að leika á svona leikvangi, það er ekki einu sinni til svona flottur völlur á Íslandinu. Þeir marseruðu með Jesper þjálfara, kvöddu foreldrana sem áttu að sitja prúðir í stúkunum. Svo hófst fyrri leikurinn og þeir unnu tvö gegn einu... voða gaman og flott hjá þeim. Þá var það næsti leikur... hann endaði með jafntefli en viti menn.. minn maður skoraði og gerði mömmu sína að stolltustu mömmunni á vellinum... vááá...ég vissi ekki hvert ég ætlaði. En ég tók slatta af myndum af deginum.
Góður dagur
~*~Srosin~*~
Já, hann Nökkvi fór að keppa með sínu liði, OB, á stóra OB leikvangnum í dag. Vá, spennan búin að vera gífurleg síðan það fréttist að hann fengi að leika þarna... þessi sunnudagur ætlaði seint að koma, en viti menn hann kom! Þeir áttu að spila einn leik en fengu þær gleðifréttir þegar þeir komu að leikirnir yrðu tveir. Það var gaman að fylgjast með þessum litlu hetjum, allir að springa úr spenningi og foreldrarnir úr stollti, það er sko ekki á hverjum degi sem það gefst tækifæri á að leika á svona leikvangi, það er ekki einu sinni til svona flottur völlur á Íslandinu. Þeir marseruðu með Jesper þjálfara, kvöddu foreldrana sem áttu að sitja prúðir í stúkunum. Svo hófst fyrri leikurinn og þeir unnu tvö gegn einu... voða gaman og flott hjá þeim. Þá var það næsti leikur... hann endaði með jafntefli en viti menn.. minn maður skoraði og gerði mömmu sína að stolltustu mömmunni á vellinum... vááá...ég vissi ekki hvert ég ætlaði. En ég tók slatta af myndum af deginum.
Góður dagur
~*~Srosin~*~
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home