Það er bara ekki hægt að vinna í svona veðri
Já, Lilja, nú fæ ég eflaust titilinn hryðjuverkamaður dagsins ;) Þannig er að úti er steikjandi hiti og ekki ský að sjá og hitamælirinn minn sýnir 24gráður sem er frekar heitt, allaveganna of heitt til að lesa í og of heitt til að liggja of lengi í sólbaði... púff.. hvað gerir maður þá? Nei, ekki koma með uppástungu um að lesa inni.. það get ég bara ekki því Gula Skrímslið kallar á mig. Ég var komin með gott plan, liggja í sólbaði þar til að kólnar aðeins... en svo er bara ekkert farið að kólna... og ekki útlit fyrir það fyrr en eftir prófið mitt, jú, þegar mamma og pabbi koma með kuldann frá Íslandinu... en þá verður kannski of seint að lesa fyrir prófið ja eða undirbúa vörnina. Ég hef þó eitt mér til stuðnings en það er að "bókin" sem ég verð spurð upp úr er nú að hálfu leiti skrifuð af mér... þannig að ég ætti í það minnsta að geta svara hálfu upp á tíu.. eða þrettán eins og á dönskum mælikvarða... en hitt þarf ég að lesa betur og vera með á hreinu. En það kemur...
Ætla drekka ískalda Pepsikólað mitt úr flöskunni... mmm fátt betra.
~*~Srosin~*~
Já, Lilja, nú fæ ég eflaust titilinn hryðjuverkamaður dagsins ;) Þannig er að úti er steikjandi hiti og ekki ský að sjá og hitamælirinn minn sýnir 24gráður sem er frekar heitt, allaveganna of heitt til að lesa í og of heitt til að liggja of lengi í sólbaði... púff.. hvað gerir maður þá? Nei, ekki koma með uppástungu um að lesa inni.. það get ég bara ekki því Gula Skrímslið kallar á mig. Ég var komin með gott plan, liggja í sólbaði þar til að kólnar aðeins... en svo er bara ekkert farið að kólna... og ekki útlit fyrir það fyrr en eftir prófið mitt, jú, þegar mamma og pabbi koma með kuldann frá Íslandinu... en þá verður kannski of seint að lesa fyrir prófið ja eða undirbúa vörnina. Ég hef þó eitt mér til stuðnings en það er að "bókin" sem ég verð spurð upp úr er nú að hálfu leiti skrifuð af mér... þannig að ég ætti í það minnsta að geta svara hálfu upp á tíu.. eða þrettán eins og á dönskum mælikvarða... en hitt þarf ég að lesa betur og vera með á hreinu. En það kemur...
Ætla drekka ískalda Pepsikólað mitt úr flöskunni... mmm fátt betra.
~*~Srosin~*~
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home