s

laugardagur, júní 12, 2004

Hvað var ég að kvarta...

hérna í síðasta bloggi um fleiri klukkutíma í sólarhring. Ég er bara búin að komast af því að það eru alveg nógu margir fyrir, það er bara ég sem er vandamálið, kann ekki að skipuleggja mig betur en þetta.
Svo er líka voðalega freistandi að finna allt annað en að fara spekulera í öllu þessu fyrir prófið, jú, maður er víst að flytja á næstu dögum þannig að kassarnir hafa freistað mín og þá er nú mikið sagt en eins og þeir sem þekkja mig vel þá er það ekki mitt uppáhald að pakka niður í kassa... miklu skemmtilegra að taka upp úr og innrétta hvar allt þetta dót á að fara.
En næsta vika verður þéttskipuð, á þriðjudaginn verður hinn frægi dómsdagur í mínu námi, miðvikudaginn er lokadagur Nökkva í leikskólanum og heimtaði hann ekkert annað en Fjónskættaða Brunsweiger-köku til að gefa öllum, en þetta er svona Fjónsk afmæliskaka ekki ósvipað og við notum skúffuköku, nema Brunsweiger er ljós kaka með púðursykursleðju ofan á.. en smakkast alveg ágætlega.
En já eftir kveðjustund á leikskólanum og á miðvikudagskvöldið koma svo mamma og pabbi í heimsókn. Þá munum við nota tímann í að versla og skoða húsgögn og annað, skreppa til Þýskalands og svoleiðis snatt. Svo fara þau aftur til Íslands þriðjudaginn 22.júní og taka Nökkva með. Þá verður smá tómlegt en svo sem nóg að gera því gámurinn okkar er áætlaður hingað föstudaginn 25.júní...
...svo um kveldið þann 25.júní verður svona *alltmugligdjamm* ef svo má segja, því hjúin Gummi og Bryndís slá til innflutnings-lokaprófspartý og bætum við öðrum titli en það er kveðjupartý... þá mun sennilega verða síðasta djamm okkar hér með vinum okkar hérna í Odense... allaveganna í bili... auðvitað djömmum við svo öll þegar allir eru fluttir hjem igen!
Mánudaginn 28.júní fer gámurinn til Aarhus og síðar til Íslands... þá verðum við að vera búin að mála og þrífa íbúðina og munum við eflaust sýna íbúðina á þriðjudagsmorgninum... væntum svars hvort málningavinnan verði nægilega góð á þriðjudeginum eða miðvikudeginum, en þá, sem sagt á miðvikudeginum 30.júní nánar tiltekið um kvöldið, stígum við upp í IcelandExpress vél og segjum skilið við þennan kafla í lífi okkar... þ.e.a.s. okkar búsetu í Danmörku(erum ekki að segja bless við vinina!!! þið losnið ekkert svona auðveldlega við okkur!), en á móti hefjum nýjan kafla...

...líf heima á Íslandinu.


~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home