Jæja, verð að segja eitthvað smá fyrir dómsdaginn mikla
Ég þurfti að skreppa út í skóla í morgun og óboj óboj, ég fékk kvíðakast... jú, það var búið að teipa svörtu ruslapokana fyrir gluggana á stofunu þannig að ekkert sæist inn og þeir fyrstu í bekknum voru væntanlegir í hið mikla próf! púff... ég svitnaði nú bara við tilhugsunina eina að þarna ætti ég eftir að standa og halda kynningu og selja þeim okkar hugmynd. Aftur er við hæfi að segja óboj, óboj. Já, þetta tekur á, munnleg próf eru alltaf frekar erfið, allaveganna fyrir svona hænu eins og mig. Ég fór að hugsa í gær... já, skrítið, ég að hugsa, en ég gerði það nú samt... og fann út að ég hef bara ekki tekið eitt einasta skriflegt próf hér í baunaveldinu, þeir eru svo hrifnir af munnlegu prófunum og auðvitað er það mjög sniðugt fyrir svona típíska Íslendinga eins og ég sem eiga erfitt með að standa fyrir framan fólk og tala! Þetta venst víst með hverri æfingunni og jú, ég finn svo sem að ég er ögn skárri en fyrst... en er laaaangt frá því að vera í lagi.
En jæja, ég ætla mér bara að REYNA að taka slökun núna.. hef ekki orku í að hafa meiri áhyggjur, allaveganna í bili.
Please, wish me luck!!! ...ekki veitir af!
Læt ykkur vita hvort ég verð út í bæ með rónunum að drekka sorgum mínum eða á fínum veitingastað að fagna, annað kvöld!
~*~Srosin~*~
Ég þurfti að skreppa út í skóla í morgun og óboj óboj, ég fékk kvíðakast... jú, það var búið að teipa svörtu ruslapokana fyrir gluggana á stofunu þannig að ekkert sæist inn og þeir fyrstu í bekknum voru væntanlegir í hið mikla próf! púff... ég svitnaði nú bara við tilhugsunina eina að þarna ætti ég eftir að standa og halda kynningu og selja þeim okkar hugmynd. Aftur er við hæfi að segja óboj, óboj. Já, þetta tekur á, munnleg próf eru alltaf frekar erfið, allaveganna fyrir svona hænu eins og mig. Ég fór að hugsa í gær... já, skrítið, ég að hugsa, en ég gerði það nú samt... og fann út að ég hef bara ekki tekið eitt einasta skriflegt próf hér í baunaveldinu, þeir eru svo hrifnir af munnlegu prófunum og auðvitað er það mjög sniðugt fyrir svona típíska Íslendinga eins og ég sem eiga erfitt með að standa fyrir framan fólk og tala! Þetta venst víst með hverri æfingunni og jú, ég finn svo sem að ég er ögn skárri en fyrst... en er laaaangt frá því að vera í lagi.
En jæja, ég ætla mér bara að REYNA að taka slökun núna.. hef ekki orku í að hafa meiri áhyggjur, allaveganna í bili.
Please, wish me luck!!! ...ekki veitir af!
Læt ykkur vita hvort ég verð út í bæ með rónunum að drekka sorgum mínum eða á fínum veitingastað að fagna, annað kvöld!
~*~Srosin~*~
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home