s

fimmtudagur, júní 24, 2004

Síðasta bloggið í DK

Já, ætli maður verði ekki að vera svoldið hátíðleg og blogga í hinsta sinn á Elmelundsvej 4, lej.1605. Allaveganna fer blessað tölvuapparatið niður í sinn kassa í kvöld.
Þetta er frekar skrítið, eins og ég hef margoft sagt... nú er íbúðin okkar öll í rúst, kassar og draslerí út um allt... eina sem er enn uppi við er áður nefnd tölva, græjur og ofninn fíni... en hann fær að halda sinni dönsku búsetu áfram þó í nýrri íbúð, íbúð 3102.
Skrítið annað kvöld verður dótið komið inn í gáminn og íbúðin tóm, ja, ef allt gengur eins og á að ganga. Svo eftir flutningana þá er títtnefnt djamm hjá GummÓla og Bryndísi... þá verður tekið á því og kvatt vinina sem hafa einnig lent í þeirri aðstöðu að vera manns fjölskylda í leiðinni... á eftir að sakna ykkar hrikalega mikið!!! ... það er sko eins gott fyrir ykkur að halda bandi annars verð ég sko argandi fúl, reið og sár í leiðinni!!!!!!!

En aftur af flutningunum, þá er ég ein af þeim sem hef ekki gaman af svona flutningi, hreinlega sé ekkert skemmtilegt að pakka niður, pakka brothættu inn í dagblöð og svo varlega ofan í kassa, líma blessaða kassann í bak og fyrir og merkja...úff, leiðinlegt... annars er Ingvi kominn með svaka system á brothættu kassana... þeir sem ru skrifaðir með stóru "BROTHÆTT", það eru kassarnir sem eru mest brothættir og svo minnka stafirnir... eina sem ég benti á var að ef maður er ekki viss hvursu brothætt kassinn er þá þarf maður að ná í alla brothættu-gerðirnar og miða við... sjá hvað er hvað... það eykur kannski líkurnar á að allt brotni...hehehe... en annars má hann alveg eiga allt skipulag á "pakka niður" systeminu því eins og ég sagði áðan þá leiðist mér það hrikalega það er miklu skemmtilegra að taka úr kössum og setja á þá staði sem henta best.

Talandi um staði, þá bíður það á Íslandi um leið og við komum að fara leita okkur að stað til að ílengjast á og kalla "heim"... jú, við þurfum að finna íbúð hið fyrsta og helst í gær... þar sem yngsti meðlimur fjölskyldunnar fer að hefja skólagöngu þá verður að fara huga vel að því hvaða skóli verður þeirrar ánægju njótandi að fá unga manninn í sínar raðir. Höfuðborgarsvæðið er víst það eina sem kemur til greina hjá þessari fjölskyldu og þá nokkrir staðir helst... en svo sér maður að það bregst alltaf þessi "týpíski óskalisti" ... við endum eflaust á Raufarhöfn eða Kópaskeri.. sem eru eflaust ágætis staðir.

En aftur af danskbúsettu vinafjölskyldunum okkar hér úti..(úff ég tala alveg í fjörtíu hringi hérna)... en þá vil ég sko þakka ykkur fyrir að hafa þolað okkur svona lengi hehehe... það hefði ekki verið hægt að finna jafn góða vini/fjölskyldu og ykkur... eigum sko eftir að sakna ykkar svaka svaka svakalega mikið og það er eins gott að þið flytjið nálægt okkur þegar þið flytjið til Íslands ;)
En Takk fyrir allt...

Til Íslandsbúsettu vinum og fjölskyldu... þá hlakkar okkur rosa rosa rosalega til að hitta ykkur og við höfum saknað ykkar, nú verðum við það heppin að geta hitt ykkur þegar OKKUR hentar... hehe.. já, já, nú losnið þið ekkert við okkur.

En við kveðjum heimilið okkar í danaveldinu í næstu viku... fljúgum á miðvikudagskvöld.

...Ísland, við erum alveg á leiðinni
...Danmörk, takk fyrir okkur.

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home