Hmmm... já, ég veit ég er latasti bloggarinn þessa daganna!
En það hefur bara verið heilmikið að gera síðustu dagana... vorum að flakka á milli skrifstofa, æi, þið vitið þetta skemmtilega eins og LÍN, Tollgæslan og allt það... úff ekki það skemmtilegasta og jú, þeysast á milli íbúða til að skoða. Við erum komin á nýjan ofurbíl sem er ekki lengur OfurFord heldur OfurLans..sem sagt komin á Lancer sem er bara helvíti fínn... steisjón og alles ekki verra fyrir svona stóra fjölskyldu hehe. En af íbúðum þá fundum við eina sem við heilluðumst af... buðum í hana en viti menn þá var komið tilboð upp á hærra en ásett var á blessuðu eignina... ég veit ekki alveg hvernig þessi markaður er að verða... en eitt veit ég að ekki sé ég eftir kaupunum á tjaldinu sem við keyptum í Harald Nyborg! Hef það á tilfinningunni að Laugardalurinn eigi nú eftir að verða heimili fjölskyldunnar... hmm... en við erum þó ekki búin að gefast upp... óskum enn eftir íbúð og vinnu fyrir þá sem vita um svoleiðis.. og jú, Freyja, ég hef sko þitt tilboð ofarlega á listanum... annars var minnsti meðlimurinn að spyrja mig í kvöld hvort við ættum ekki bara að flytja aftur til Danmerkur... sko honum langar BARA að keppa svoldið meira með OB... æi, karlinn held að þetta sé svoldið skrítið hjá honum, þ.e.a.s. þessar breytingar.
Þrátt fyrir annir þá náðum við að fá gáminn okkar á föstudaginn... sko rétt náðum fyrir lokun... ekki hægt að segja annað en að það sé smá léttir að vita að dótið sé komið í sama land og við, þó svo að það sé á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið.
Í gær fórum við svo í veiði... já, já, öllu er nú hrúgað inn á þaulskipaða dagskrá vikunnar. Þetta var ágætis afþreying þó það verði að viðurkennast að fiskur með í heimför hefði verið kostur....þó svo við hjónaleysurnar séum ekki þekktustu fiskiáturnar en við urðum ekki vör við svo lítið sem litla bleikju ja, hva þá hval! ...þrátt fyrir snilldartilþrif fjölskyldunnar í veiði.
Bjargaði þó deginum að við komum við í sumarbústaðnum hjá mömmu og pabba og veiddi karlpeningurinn fisk þar.
Jæja, þetta er komið nóg í bili...
Svona verður þetta eflaust í smá tíma...
þ.e.a.s. lengra á milli blogga en reyni þá að tína til eitthvað meir en vanalega.
Lifið bara heil...
Chao og allt það...
~*~Srosin~*~
En það hefur bara verið heilmikið að gera síðustu dagana... vorum að flakka á milli skrifstofa, æi, þið vitið þetta skemmtilega eins og LÍN, Tollgæslan og allt það... úff ekki það skemmtilegasta og jú, þeysast á milli íbúða til að skoða. Við erum komin á nýjan ofurbíl sem er ekki lengur OfurFord heldur OfurLans..sem sagt komin á Lancer sem er bara helvíti fínn... steisjón og alles ekki verra fyrir svona stóra fjölskyldu hehe. En af íbúðum þá fundum við eina sem við heilluðumst af... buðum í hana en viti menn þá var komið tilboð upp á hærra en ásett var á blessuðu eignina... ég veit ekki alveg hvernig þessi markaður er að verða... en eitt veit ég að ekki sé ég eftir kaupunum á tjaldinu sem við keyptum í Harald Nyborg! Hef það á tilfinningunni að Laugardalurinn eigi nú eftir að verða heimili fjölskyldunnar... hmm... en við erum þó ekki búin að gefast upp... óskum enn eftir íbúð og vinnu fyrir þá sem vita um svoleiðis.. og jú, Freyja, ég hef sko þitt tilboð ofarlega á listanum... annars var minnsti meðlimurinn að spyrja mig í kvöld hvort við ættum ekki bara að flytja aftur til Danmerkur... sko honum langar BARA að keppa svoldið meira með OB... æi, karlinn held að þetta sé svoldið skrítið hjá honum, þ.e.a.s. þessar breytingar.
Þrátt fyrir annir þá náðum við að fá gáminn okkar á föstudaginn... sko rétt náðum fyrir lokun... ekki hægt að segja annað en að það sé smá léttir að vita að dótið sé komið í sama land og við, þó svo að það sé á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið.
Í gær fórum við svo í veiði... já, já, öllu er nú hrúgað inn á þaulskipaða dagskrá vikunnar. Þetta var ágætis afþreying þó það verði að viðurkennast að fiskur með í heimför hefði verið kostur....þó svo við hjónaleysurnar séum ekki þekktustu fiskiáturnar en við urðum ekki vör við svo lítið sem litla bleikju ja, hva þá hval! ...þrátt fyrir snilldartilþrif fjölskyldunnar í veiði.
Bjargaði þó deginum að við komum við í sumarbústaðnum hjá mömmu og pabba og veiddi karlpeningurinn fisk þar.
Jæja, þetta er komið nóg í bili...
Svona verður þetta eflaust í smá tíma...
þ.e.a.s. lengra á milli blogga en reyni þá að tína til eitthvað meir en vanalega.
Lifið bara heil...
Chao og allt það...
~*~Srosin~*~
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home