s

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Blogga um ekkert

Já, ætli blogg um ekkert sé ekki betra en ekkert blogg... hmm?
En um nýliðna Verslunarmannahelgi fórum við nákvæmlega eins og ég taldi upp fyrir helgi... á föstudeginum fórum við upp í bústað og gistum þar tvær nætur. Það voru þónokkrir á Grímsstöðum, má þar nefna, ömmur mínar, afi, frændi...Unnur frænka og hennar ektamaður, Matt... foreldrar Unnar og svo komu einnig systkini mín með sínar fjölskyldur... þetta var heljarinnar fjör. Á sunnudeginum ókum við svo rakleiðis að Akurbrekku og dvöldum þar eina nótt. Í dag erum við svo enn að bíða eftir blessaðri íbúðinni.. hmm...
jámms... þar hafið þið það...

p.s. er nú samt fegin að hafa ekkert verið að fara með "Gubbólfi" til Eyja... *pjúúú*

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home