s

föstudagur, ágúst 13, 2004

Jæja, nú kemur smá blogg

Nú erum við orðin heimiliseigendur, gæludýraeigendur og blómaeigendur!!! Geri aðrir betur!

Jamm, við erum bara búin að koma okkur fyrir, nánast allt komið á sinn stað, nokkrar myndir eftir að rata á vegginn sinn en annars komið. Við erum þvílíkt sátt við höllina og allt okkar dótarí komst bara ágætlega fyrir. Svo fengum við gæludýr í innflutningsgjöf frá Margréti systir og fjölskyldu... meira segja þrjú gæludýr... Stefan Höjer, Michael Owen og nafnlaus (á eftir að fá nafn) já, við fengum þrjá sæta fiska sem hafa reyndar þurft að þola ýmislegt hjá okkur... urðum að fara í dýrabúð og spyrjast fyrir um hvort við værum nokkuð að drepa greyin... hmm... jú, eiginlega vorum við á góðri leið að sprengja greyin... gáfum of mikið að borða... vonandi að þeir jafni sig. En svo kom Þóra í heimsókn og með blóm... eins gott að við gefum því ekki eins mikið að borða... úff... ábyrgðin!!!

Svo er Nökkvi búinn að kynnast strákum þarna í grendinni, þannig að þetta er allt á góðri leið!

Jæja, þar til næsta bloggs, sem ég veit því miður ekki alveg hvenær verður, kannski eftir helgi...

Chao og allt það...

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home