Og þá kom rigningin
Já, það hlaut nú að koma að því... eflaust flestir svekktir en þó veit ég um nokkra sem hafa dansað regndans svo plönturnar þorni nú ekki upp... búið að vera hreinlega óvenjulegur ágúst, ekki hægt að segja annað.
En nú er Nökkvi orðinn skólastrákur, fór í annað sinn í morgun. Fyrsti dagurinn byrjaði ágætlega þó það hafi fallið nokkuð mörg tár hjá honum... það lagaðist. Mér finnst þetta eiginlega svoldið skrítið ennþá... hann er í skóla... ekki í leikskóla! Þetta venst eflaust.
Ekki mikið að frétta, annað en að fiskurinn Freyr Gullfiskason lifir enn og sama má segja um Drekatréð sem hún Þóra gaf okkur... ég get þetta... allaveganna...ég SKAL!
Svo um næstu helgi er brúðkaup, alltaf svo gaman í brúðkaupum... en á laugardaginn ætla Unnur og Matti að gifta sig hér á Íslandinu... verður eflaust mikið gaman, hlakka til!
Jæja, segi þetta nóg í bili... þó ég sagði ekki mikið...
~*~Srosin~*~
Já, það hlaut nú að koma að því... eflaust flestir svekktir en þó veit ég um nokkra sem hafa dansað regndans svo plönturnar þorni nú ekki upp... búið að vera hreinlega óvenjulegur ágúst, ekki hægt að segja annað.
En nú er Nökkvi orðinn skólastrákur, fór í annað sinn í morgun. Fyrsti dagurinn byrjaði ágætlega þó það hafi fallið nokkuð mörg tár hjá honum... það lagaðist. Mér finnst þetta eiginlega svoldið skrítið ennþá... hann er í skóla... ekki í leikskóla! Þetta venst eflaust.
Ekki mikið að frétta, annað en að fiskurinn Freyr Gullfiskason lifir enn og sama má segja um Drekatréð sem hún Þóra gaf okkur... ég get þetta... allaveganna...ég SKAL!
Svo um næstu helgi er brúðkaup, alltaf svo gaman í brúðkaupum... en á laugardaginn ætla Unnur og Matti að gifta sig hér á Íslandinu... verður eflaust mikið gaman, hlakka til!
Jæja, segi þetta nóg í bili... þó ég sagði ekki mikið...
~*~Srosin~*~
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home