Sunnudagur en ekki þunnudagur hjá mér !
Neibb, þar sem ég var svo stillt og góð í gær og hreinlega nennti ekki að athuga með félagsskap til að fara á Menninganóttina þá kúrði ég mig bara og sofnaði fyrir framan imbann, eins og maður á að gera stundum.
Ég er eitthvað svo glöð, eflaust því annar piltanna er kominn heim og svo fékk ég yndislega hringingu sem mér þótti voða vænt um. Jamm, hringingu frá henni Freyju minni í úglandinu Danmörk, voða gott að heyra í þér, Freyja... ég þekkti þig barasta ekki fyrst... og þú ekki mig... uss uss allt of langt síðan við höfum heyrst. En allt gott að frétta þarna utan að og allir kátir, eins og þau eiga að vera!
En um helgina, já eiginlega bara í dag (því ég kúrði of mikið fyrir framan imbann)... já, í dag þá saumaði ég gluggatjöld fyrir eitt stykki Nökkva-herbergisglugga... voða fín gluggatjöld, efnið valið af stubb sjálfum. Ég nennti ekki (út af kúrinu) að drollast út í búð og kaupa efni fyrir stofugluggann... enda er ég bara ánægð með mig að hafa klárað fyrir þennan glugga.
Best er að gera bara eitt í einu
... svona eins og karlmennirnir geta bara ;)
Chao~*~Srosin~*~
Neibb, þar sem ég var svo stillt og góð í gær og hreinlega nennti ekki að athuga með félagsskap til að fara á Menninganóttina þá kúrði ég mig bara og sofnaði fyrir framan imbann, eins og maður á að gera stundum.
Ég er eitthvað svo glöð, eflaust því annar piltanna er kominn heim og svo fékk ég yndislega hringingu sem mér þótti voða vænt um. Jamm, hringingu frá henni Freyju minni í úglandinu Danmörk, voða gott að heyra í þér, Freyja... ég þekkti þig barasta ekki fyrst... og þú ekki mig... uss uss allt of langt síðan við höfum heyrst. En allt gott að frétta þarna utan að og allir kátir, eins og þau eiga að vera!
En um helgina, já eiginlega bara í dag (því ég kúrði of mikið fyrir framan imbann)... já, í dag þá saumaði ég gluggatjöld fyrir eitt stykki Nökkva-herbergisglugga... voða fín gluggatjöld, efnið valið af stubb sjálfum. Ég nennti ekki (út af kúrinu) að drollast út í búð og kaupa efni fyrir stofugluggann... enda er ég bara ánægð með mig að hafa klárað fyrir þennan glugga.
Best er að gera bara eitt í einu
... svona eins og karlmennirnir geta bara ;)
Chao~*~Srosin~*~
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home