s

miðvikudagur, september 22, 2004

Er nú soldið stollt af mér

Í fyrsta lagi dreif ég mig í höfnina í gær... og ætlaði sko sannarlega að slá fimmtíu flugur í einu rothöggi... fara í nokkrar heimsóknir. Svo byrjaði ég að hringja.... og hringja... og ... allir í vinnu... hvað er fólk eiginlega að pæla... hehehehe... segi svona en jú, ég gat nú troðið mér upp á eina sem bara kom fyrr heim úr vinnunni, Kristín og Magnús Breki tóku á móti okkur í sinni höll. Voða gaman að spjalla. Svo náttúrulega kíktum við á ömmu og afa.

Í öðru lagi, þá hef ég vaknað fyrir allar aldir, bæði í gær og í morgun og ætla mér einnig að gera það áfram. Jamm, ástæðan : jú, eins og hálf þjóðin, í ræktina... og ekki með slæman félagsskap, því hún Una mín vaknar með mér... svo púlum við þarna saman, hálf sofandi. Til dæmis held ég að fólki hafi nú ekki litist á okkur í morgun, vorum að lyfta lóðum og lágum öfugt á bekkjunum... reyndar ástæðan að þessir venjulegu bekkir voru allir uppteknir... og ekki bara bekkirnir heldur öll tæki og allt... allt upptekið....
....hva... fengu allir sömu hugmynd og við í morgun... að mæta hálf sjö!!!

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home