s

föstudagur, september 03, 2004

Er að verða sköllótt

Já, ég bara hreinlega skil ekki að það séu enn einhver hár á höfðinu á mér.. því ég geri ekki annað en að sópa upp hárum... og það er bara eins og á hárgreiðslustofu... margar kollur!

En ég arkaði í mína lokal-heilsubúð og spurði ráða. Jú konan átti einhvern Hárkúr, voða góðan. Ég var eitthvað efins og spurði hvort hann virki eitthvað. Þá sagði hún :"Jáhá, sjáðu bara hárið mitt" og sveiflaði því til hliðar og aftur á bak eins og tyggjóskvís úr amerískri unglingamynd, nema eina hún var svona á fimmtugsaldri og ekki með neitt tyggjó. En ég varð að reyna hemja mig því ég var að deyja úr hlátri og auðvitað trúði henni að fallega hárið hennar hefði bara orðið svona fallegt út af Hárkúrnum góða.

... hugsið ykkur bara eftir einhverjar vikur sveifla ég fallega hárinu mínu eins og hún... en ég toppa hana því ég mun vera með tyggjó...

Góða helgi
*Tyggjó beibin* ~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home