s

laugardagur, september 18, 2004



Fannst svolítið gaman að heyra í litla skóladrengnum mínum í gær. Ég fór að spyrja hann hvort hann sæti enn við hliðin á frænku sinni og þá sagði hann: "já, en ég vil helst ekki sitja við hliðin á henni lengur, hún er alltaf svo óþekk, kastar bókunum sínum og alltaf að tala" ...ég vildi geta vera fluga á vegg því minn maður er svo sem ekki sá allra stilltasti þó hann sé ekki kannski sá villtasti heldur... en að hann segi svona eins og hún væri einhver truflun á menntun hans, það fannst mér fyndið... þetta mun ég sko muna!!!

En í morgun keyrði ég Ingvann í vinnuna (já, alltaf í vinnunni) en eftir það fór ég á hundasýningu... jú, margir spyrja sig hvað ég var að gera þar, en hún hundafrænka mín, Myrra ( önnur hundadóttirin hennar Margrétar systir) var að keppa þar og hvað haldið þið... auðvitað vann hún sinn flokk sem er hvolpaflokkur í Doberman og á að keppa aftur á morgun... er viss um að hún standi sig vel ... sver sig í ættina ;) Hérna er mynd af henni, sennilega síðan í sumar.

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home