s

fimmtudagur, september 23, 2004

Jæja, bara að koma helgi...

Alveg hreint æðislegt veður í dag... það var nú samt ljúft að vera ekki ein af þeim sem þurfti að skafa í morgun ;) En samt svona ekta haustveður, sól og kuldi... ahh... september er sko bestur!

En af mannfjöldanum í ræktinni... já, held bara að fimmtudagar séu *allir heima dagar* því við gátum sko valið úr tækjunum þó svo ég hafi EKKI reynt á hernaðartækni mína með að spreyja fullt af ilmvatni á mig svo einhverjir myndu flýja (kannski hafa þau flúið eitthvað annað hehe).

En þetta verkfall er nú fúlt, Nökkvi vaknar náttúrulega snemma eins og alltaf, fer út til vinar síns... en gallinn er að sumir vinirnir eru greinilega meira í að sofa lengur í svona "fríi"... já, þetta er erfitt... ja, erfitt... þeim finnst það svo sem ekki, lengir bara sumarið!...en auðvitað vonar maður að þetta fari að leysast...

Las stórmerkilega frétt í Fréttablaðinu í dag :
"...í Bandaríkjunum er 29.nóvember dagur vasksins þar sem fólk má borða yfir vaskinum og dýrka hann!!!"

...það var nú gott að vita!
~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home