s

laugardagur, september 25, 2004

Skítkalt

Já, ég held að ég ætti að búa á suðrænni slóðum heldur en Kópavogi... mér er alltaf kalt, sef oft í ullarsokkum, þarf eiginlega líka að hanna einhverja lopahúfu fyrir nef... alltaf verður manni fyrst kalt á nefinu... skrítið... ég sem er með nef eins og hola ;) ja... næstum.

Afmælisdagurinn var fínn, já, ég vil nú þakka fyrir allar afmælisóskirnar. En það kíktu nokkrir í heimsókn, bæði úr minni fjölskyldu og svo tengdafjölskyldunni. En get nú sagt það að ekki var nú djammað neitt eða sötrað rauðvín langt fram eftir kveldi.... njeee... Srosin var nú bara sofnuð fyrir framan fjernsynið um klukkan tíu... þið sjáið hvað ellin gerir.... aldurstalan breytist og þá steinliggur maður... úff hvernig verð ég þegar ég verð þrír og eitthvað... ja, eða jafnvel hærra en það!... held að sumir eigi ekkert að eldast... já, ég er örugglega svoleiðis... ok, pant ekki eldast meir...
nei, segi nú svona, ég hef engar áhyggjur af því í rauninni.. hlakka bara til að takast á við aldurinn eins og svo margt annað.... allt er þetta spennandi verkefni!

Jæja, best að hætta þessu rugli áður en ég verð farin að steypa eintóma þvælu...
Laugardagur... víííí... einhvern tímann hefði maður verið að plana sveitaballsævintýr en nú er það bara að skoða Dagskrá vikunnar til að vita hvað er í fjernsyninu í kveld...
...rosalega breytast tímarnir hratt... Njálsbúð, Aratunga, Árnes, Borg... er það til í dag???

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home