s

mánudagur, september 20, 2004

Sunnudagur til sælu...

... ja, að sumu leiti. Fyrst vil ég nú óska Margréti og co. til hamingju með hundinn, en hún vann allan hvolpaflokkinn og fékk bikar.
...svo kom Nökkvi heim frá pabba sínum í gær... og viti menn hann var einni tönninni færri, jamm önnur framtönnin losnaði, reyndar með hjálp pabba hans. Svoldið skrítið að sjá hann brosa og hann náttúrulega brosir sínu breiðasta í tíma og ótíma..hehehe.... en hann hefur það víst ekki langt að sækja því hún mamma mín sagði mér nú að ég hefði verið í því að brosa mínu fallegasta þegar báðar mínar barnaframtennur losnuðu (ja, og hef bara ekki hætt að brosa :) ) en hann er voða sætur svona tannlaus...hihi
...svo var það leiðindaratvik dagsins í gær. Við ákváðum að grilla og Ingvi kominn í gírinn, með grillhanskann sinn, búinn að snúa kartöflunum nokkrum sinnum þegar eitthvað beit hann. Já, haldiði ekki að það hafi verið bévítans geitungur inn í grillhanskanum, einn greinilega búinn að finna sér svona góðan svefnpoka fyrir veturinn. Ojjj... ég get alveg sagt það að grillhanskanum ágæta var hent.

~*~Srosin~*~ ...þoli bara ekki svona flugur sem bíta :(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home