s

mánudagur, október 04, 2004

Já, já

Helgin í hnotskurn...

Fridag:
Skutlaði Nökkvanum til pabba síns. Fékk að sækja Ingva og vinnufélaga hans í Gubbólf... ekkert sérlega gott sjóveður en þau þó ánægð með lettneska dallinn sem sjóskip. Komum hjem og í raun ekki mikið gert... leti í eldamennskunni og fékk mr.Kentucky að njóta okkar.
Lørdag:
Mætti í ræktina með Unu, tókst að draga hana með mér, ásamt Önnu og Ísak Júlíusi, í menningarferð í Kringluna. Mikil leit var gerð af stígvélum í anda Srósarinnar en komumst eiginlega að því að ekki væri enn búið að framleiða hugmynd mína af skóm! Hittum nokkra gamla og góða Þorlákshafnarbúa á röltinu þannig að ekki var þetta algjör sóun af góðum degi.
Lørdagsaften:
Mættum í nýja Slottið hans Vals sem er staðsett í Hornbjargsblokkinni á Nesinu. Fínasta íbúð. Ég var náttúrulega eins og alltaf, ein af strákunum og er eiginlega orðin vön því og kvarta ekki. Fórum í bæinn og stefnan tekin á Die Herren, þegar á Gaukinn var komið voru baunirnar hættar að spila og voru víst ekki góðir! Ekki var setið og grenjað það. Ný stefna tekin og það á Hverfisbarinn. Helvíti gaman, dansað fram á rauða nótt. Farið heim og sofið fram yfir hádegi.
Søndag:
Já, sofið fram eftir, beðið eftir Bjarka til að skutla okkur að ná í ofurlansann, Ingvi fór og horfði á leikinn, ég ákvað að koma við í Hagkaup og kaupa letinammi og liggja í leti með það. Náði í Ingva, tókum videospólu, fengum Nökkvann hjem og sofnuðum.
Mandag:
Vaknaði klukkan sex, mætt í ræktina klukkan 6:20, komin heim klukkan 7:32, las blaðið, fór á netið, bloggaði og ....já, ekki komin lengra.

Jæja, góðar stundir.

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home