s

fimmtudagur, október 21, 2004

Menningarleg

Já, á það til að vera menningarleg og geri eiginlega of lítið af því. En mér er boðið á menningarviðburð annað kveld hjá íslenska Dansflokknum sem er að frumsýna verkið ScreenSaver (eflaust eitthvað fyrir tölvunörda hehe). Hún Maja, tengdamóðir mín, Guðrún, mágkona mín, undirrituð og Nökkvi ætlum okkur á sýninguna. Ég hlakka nú nokkuð til og hef nú séð smá brot af þessu og virkar bara ágætlega. Eina sem kippti mér til baka var það að ég heyrði að sýningin á að standa í 75mín. nonstop... ég meina, ég get nú eflaust haldið það út, en ekki alveg eins viss um að hann sonur minn haldi það út... nema hann taki með sér Lego og vasaljós... En við reddum því einhvern veginn.
Verð að segja að ég hef einu sinni áður farið á frumsýningu hjá dansflokknum og var það bara fín skemmtun en þar voru hlé á svona 15mín. fresti! En sýningin var fín en það sem var svona miður skemmtilegt var að eftir sýninguna var svona aukabónuspakki því það var verið að frumsýna nýtt voða flott tónverk! Jú, jú, við ákváðum nú að missa ekki af þeim stóra viðburði... settumst prúð og störðum á sviðið... þarna sá maður nokkur vel þekkt andlit úr tónlistargeiranum... spes típur og allt það. Já, ég gleymi að segja um hvað þetta stórmerkilega verk var... jú, einhverjum snillingi (sem ég náttla man ekkert nafnið á) hafði dottið í hug að búa til tónverk eftir hjartalínuriti manns sem var í dái... vóóóó... æði hehe... en ok, verð að viðurkenna að ég varð pínu forvitin að heyra verkið. Og það byrjaði með því að svona tússtafla (skólatafla) stóð á miðju gólfinu í einhvern tíma.... og allir biðu spenntir.... svo eftir enn meiri bið, hljóp einn úr salnum niður að töflunni og skrifaði eitthvað í þessa áttina: "fimm mínútna bið" veiii... meiri bið! Jæja, eftir biðina hlýtur þá að koma svaka sjóv! En hmm.. óskhyggja ein saman... svo byrjuðu herlegheitin.... og Ómægod... ég get nú þolað margt en kommon... þetta voru ein verstu óhljóð sem komu höfðu úr hátölurum, ever!! (að mínu mati í það minnsta)... úff... án gríns, þá fékk maður illt í eyrun... og svo einhvers staðar bak við þessi hljóð heyrði maður bít úr hjartalínuriti... vááááá... æði... það voru ansi margir sem yfirgáfu salinn strax, en við kunnum ekki við það og sátum og sátum og sátum... og þarna voru einn og einn af þessum spes tónlistartípum að ja, veit ekki, "þykjast" þori nú ekki að fullyrða neitt... en ég trúi bara ekki að einhver hafi virkilega fílað þetta og hvað þá að vera dilla sér í takt við þessi óhljóð... ég meina, kommon... þetta var byggt upp á hjartalínuriti...

dillar maður sér við svoleiðis???????

úff... jæja, nóg af þessu... eflaust lengsta blogg sem ég hef skrifað...

En ætla sko ekki á neina sörpræs atburði eftir danssýninguna á morgun....

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home