s

laugardagur, október 02, 2004

Muniði...

...ja, þið Citybúar (á Unumáli), munið þið eftir því þegar maður rogaðist annað hvort á skíðum eða með snjóþotu í eftirdragi niður eftir í Hestabrekkuna... vá, þvílík brekka, var einmitt að skoða hana í gær... hún var nú stærri í minningunni, og mér sýndist bara byggðin alveg vera fara yfir gömlu góðu Hestabrekkuna!

...eða þegar maður rogaðist niður á Spennustöð til að fara á skauta og skautaði upp á Mávavatn... váááá... það var sko heil dagsferð með nesti og öllu tilheyrandi, nú er bara Golfvöllur þar!

...eða á heitum sumardegi þegar maður fór út í Skötubót til að synda í sjónum... nokkuð margar vindsængur sprungu í því ævintýri... aldrei lærði maður að sjórinn var kannski of kaldur fyrir hitabeltisvindsængurnar... nú er bara verið að búa til Bryggju þar sem við syntum!

Ég get ekki annað en fundist ég eldast hratt þegar ég hugsa út í þessar breytingar!

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home