s

laugardagur, október 30, 2004

Sjávarréttakjallarinn

Er klassa staður, maturinn meiriháttar góður, ég fékk mér hreindýra tartar í forrétt og svo lambakjöt í aðalrétt, alveg meiriháttar gott. Hinir fengu svona hlaðborð, fyrir utan eina sem var á sér fæði eins og ég ;) En ég smakkaði þó fisk, túnfisksteik og mmmm... hún var sko ljúffeng nánast eins og nautasteik... skrítinn fiskur... ætla sko að prufa að matreiða hann einhvern daginn. Ekki skemmdi stemmingin þarna á staðnum... hlaðinn gamall kjallari og allt svo flott... næstum eins og maður væri komin til útlanda! Það voru allir rosalega ánægðir með matinn og hann var líka settur upp á svo skemmtilegan hátt... maður var varla að tíma að eyðileggja þessi listaverk sem maturinn var!
En eftir kjallarann fórum við á Rex, sem mér þótti nú ekki upp á marga FISKA... æi, hálf leiðinlegur staður... fórum svo á Hressó... ekki heldur neitt spennandi að mínu mati... en í heildina litið var þetta prýðisgott kveld... og stóð kjallarinn mest upp úr og mæli ég eindregið með því að þið prófið ...já, þið sem ekki hafið prufað nú þegar.

Jæja, ætli maður verði ekki að fara gera eitthvað sniðugt úr deginum...

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home