s

miðvikudagur, október 20, 2004

Símtal

Já, komst að því í morgun að það er hægt að fá símtal frá einum og sama "manninum", sex sinnum á leiðinni frá Lækjasmára og niður í bæ og tilbaka! Jú, já, stóri litli maðurinn á heimilinu ákvað að vera heima meðan ég skutlaði Ingvanum í vinnuna. Ég varð náttúrulega að vera búin að skrifa STÓRUM stöfum símanúmerið mitt á blað og einnig setja það í minnið á símanum. Fyrsta símtalið kom þegar við vorum rétt komin út á Hafnarfjarðarvegin (þarna hjá Fífunni, fótboltahúsinu) "Hæ, mamma, hvar ertu???" ...næsta kom svona ja, fimmhundruð metrum síðar...."Hæ, mamma, hvar ertu núna, hvenær kemurðu?" og svo komu fjögur símtöl til viðbótar og það síðasta þegar ég var að stíga út úr bílnum í bílageymslunni... það var auðvitað allt í stakasta lagi, hann vildi bara vita hvar ég væri og HVENÆR ég kæmi heim...

tíhíhíhí...

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home