s

mánudagur, október 11, 2004

Sörpræs og ammmmælisveislur

Helgar og mánudagslýsing:

Föstudagur:
Dagurinn tekinn snemma, Anna og Ísak Júlíus voru komin til okkar um tíu leitið og svo fljótlega villtu baunirnar, Freyja og Ársól... mikið var nú gaman að hitta þær aftur og Ársól og Nökkvi þvílíkt ánægð að hittast. Við skunduðum á Culiacan, mexícanskan veitingastað í Faxafeninu... en greinilega fleiri með þá hugdettu að borða þar í hádeginu... reyndar vantar alveg barnamatseðil á þennan stað þó hann sé góður fyrir fullorðna... Freyja reddaði því nú og skokkaði yfir á McDonalds og kom með handa krökkunum. Voða góður dagur.
Laugardagur:
Ofurfjölskyldan vaknaði á ágætum tíma og ákvað að drífa sig í hjólatúr og fá sér morgunkaffið í Nauthólsvíkinni... sem og hún jú gerði! Fínn hjólatúr það! Við Nökkvi kíktum svo í barnaafmæli hjá honum Gabríel Marinó, hennar Mæju... ekki slæmar veitingarnar hjá Mæju!
Sunnudagur:
Fyrst vakin um sexleitið af Nökkvanum... hann hafði áhyggjur af því að fótboltaæfingin væri byrjuð...en enn voru þrír tímar í æfinguna! Jamm, Nökkvinn í fótbolta og ég fór og náði í afmælisbarnið hann Ísak Júlíus, svo mamma hans gæti nú sett á fínu afmælisterturnar í friði. Svo síðar fengum við öll að smakka þessar dýrindis kræsingar... mmmm...
En þá var skundað heim og gert klárt fyrir matargesti kveldsins, Freyju og Ársól. Fullorðnir fengu sér fondue og börnin pizzu... allt voða gott... og frábært að geta spjallað við þær mæðgur aftur í eigin persónu... Gummi hefði nú mátt vera þarna líka, en Gummi... við borðuðum öll fyrir þig... ;)
Mánudagur:
Fengum hann pabba í óvænta heimsókn. Og ekki nóg með að fá hann í heimsókn heldur drifum við okkur í Smáralindina öll saman... keyptum gjöf og svo fengum okkur hádegisverð. Skemmtileg heimsókn. En ekki var það eina skemmtilega heimsóknin sem við fengum þennan dag, því aðra óvænta heimsókn fengum við og það af öðrum villtum baunum, Gústa og Þóru. Það er greinilegt að Baunirnar sakna okkar svona svakalega...hehe... segi svona, en það var virkilega gaman að sjá þau.
...og í raun er dagurinn ekki búinn og aldrei að vita nema fleiri óvæntir gestir koma!

Surprise surprise... hef gaman af því, en bara skemmtilegu Sörpræsi!

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home