Þunnudagur?
Nei, það verður bara að viðurkennast að ég finn bara ekkert fyrir því, sem betur fer, enda drakk ég nú ekkert sérlega mikið en var þó hress! Það má segja um alla sem maður hitti... allir voða hressir... þessi Reiðdansleikur var hin besta skemmtun og held ég að við vinkonurnar höfum allar skemmt okkur konunglega....skemmtilegur þessi strætó...maður bara hringdi eins og á leigubíl og þá kom þessi svakalegi ameríski skólabíll, æðislegur alveg og ekki skemmdi fyrir að blessaður bílstjórinn keyrði vagninn alveg í þrjúhundruðogfimmtíu og það á Nesveginum sem er nú örugglega með nokkuð hundruð holur í sér... en það var bara stemming að hendast þarna til og frá.
Svo á dansleiknum voru ferlega skondnir kamrar... jæja, ok bara svona típískir plastkamrar en það skemmtilega var að þeir voru bara við hliðin á dansgólfinu, ja, nánast bara ofan á dansgólfinu ... og ekki nóg með að kamrarnir væru svona nálægt dansgólfinu heldur þurfti að ganga upp í þá og má með sanni segja að sumir hafi bókstaflega fleygt sér beint af kamrinum á dansGÓLFIÐ.... nefni þó engin nöfn... tíhíhí... en það var samt algjör óþarfi að faðma dansgólfið svona mikið ;)
En það var eitt sem ég komst að að það eru einhverjir þarna úti sem virkilega lesa þessa vitleysu... Guð, ég vona nú að engin taki mig þó alvarlega... er nebbbla ekki vön því... en mér þætti þó vænt um að þið kvittið fyrir svona stöku sinnum.... það gleddi mitt litla hjarta voða mikið.
Jæja, ætli ég fari ekki að hætta þessu bulli... verð að segja að Fralli eða Skálinn freistar mín dálítið þessa stundina... kannski ég taki bara vinnubílinn (kassabílinn) og truntist út í sjoppu... verst að vera ekki með meirapróf!
Adios amigos
~*~Srosin~*~
Nei, það verður bara að viðurkennast að ég finn bara ekkert fyrir því, sem betur fer, enda drakk ég nú ekkert sérlega mikið en var þó hress! Það má segja um alla sem maður hitti... allir voða hressir... þessi Reiðdansleikur var hin besta skemmtun og held ég að við vinkonurnar höfum allar skemmt okkur konunglega....skemmtilegur þessi strætó...maður bara hringdi eins og á leigubíl og þá kom þessi svakalegi ameríski skólabíll, æðislegur alveg og ekki skemmdi fyrir að blessaður bílstjórinn keyrði vagninn alveg í þrjúhundruðogfimmtíu og það á Nesveginum sem er nú örugglega með nokkuð hundruð holur í sér... en það var bara stemming að hendast þarna til og frá.
Svo á dansleiknum voru ferlega skondnir kamrar... jæja, ok bara svona típískir plastkamrar en það skemmtilega var að þeir voru bara við hliðin á dansgólfinu, ja, nánast bara ofan á dansgólfinu ... og ekki nóg með að kamrarnir væru svona nálægt dansgólfinu heldur þurfti að ganga upp í þá og má með sanni segja að sumir hafi bókstaflega fleygt sér beint af kamrinum á dansGÓLFIÐ.... nefni þó engin nöfn... tíhíhí... en það var samt algjör óþarfi að faðma dansgólfið svona mikið ;)
En það var eitt sem ég komst að að það eru einhverjir þarna úti sem virkilega lesa þessa vitleysu... Guð, ég vona nú að engin taki mig þó alvarlega... er nebbbla ekki vön því... en mér þætti þó vænt um að þið kvittið fyrir svona stöku sinnum.... það gleddi mitt litla hjarta voða mikið.
Jæja, ætli ég fari ekki að hætta þessu bulli... verð að segja að Fralli eða Skálinn freistar mín dálítið þessa stundina... kannski ég taki bara vinnubílinn (kassabílinn) og truntist út í sjoppu... verst að vera ekki með meirapróf!
Adios amigos
~*~Srosin~*~
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home