Held bara að jólaskapið sé komið
Við mæðginin vorum svo dugleg í gær, þrifum alla glugga og sóttum svo tvo forláta kassa niður í geymslu... jú,jú, mikið rétt... jólakassana. Síðan var hlustað á jólalögin og jólaljósin hengd upp... skrítið að maður kaupir framlengingasnúrur um hver jól... en samt vantar alltaf... getur verið að jólaljósin fjölgi sér í geymslunni?
Við mæðginin vorum svo dugleg í gær, þrifum alla glugga og sóttum svo tvo forláta kassa niður í geymslu... jú,jú, mikið rétt... jólakassana. Síðan var hlustað á jólalögin og jólaljósin hengd upp... skrítið að maður kaupir framlengingasnúrur um hver jól... en samt vantar alltaf... getur verið að jólaljósin fjölgi sér í geymslunni?
En talandi um jólin og jólaskraut þá átti ónefnd vinkona mín það til að prufa að kreista jólakúlurnar heima hjá mér (foreldrum mínum) ein jólin, bara til þess að gá hvort þær myndu nokkuð brotna...og viti menn... þær brotnuðu!!
Ssama hvað maður varaði hana við þá varð hún að prufa eina enn... og svo eina í viðbót... og svo enn eina...
Blessað jólatréð hjá mömmu og pabba varð ansi tómlegt þetta árið...
Eins gott að fjarlægja jólakúlurnar áður en hún kemur í heimsókn ;)
Jólajóla Srósin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home