s

mánudagur, nóvember 22, 2004

Jæja, helgin

Já, það var rennt á Selfoss á lördag, Nökkvi að keppa í fótbolta með Selfoss og það á móti Ægi, verð nú að segja að mér þótti það hálf skrítið að vera ekki að halda með þeim gulu. En kallinn keppir svo næstu helgi með Breiðablik á Reykjanesinu... brjálað að gera! Eftir sparkkeppnina þá var brunað í sveitina til Maju, fundið brekku með einhverjum snjó og rennt sér aftur og aftur. Voða fjör... en ég þurfti að vera leiðinlega mamman og reka alla heim, því ég ætlaði út að borða og í bíó ... það vildi ég ekki missa af.
Fór á veitingastaðinn Hornið og hitti hluta af "tíunum" og þar var sko hlegið... hehe... og ekki var minna hlegið að henni vinkonu minni Bridget. Djöfull er það góð mynd... alveg pottþétt mynd sem fer í safnið um leið og hún kemur á DVD. Vildi samt alveg að það væri hér eins og í Odense, einskonar Bridget Jones maraþon... báðar myndirnar sýndar, fyrst nr.1 og svo nr2. og bara matur og alles í hléi!

En í bíóinu þá fékk ég eina dónalegustu spurningu sem ég hef fengið.
Þegar verið var að opna salinn og allir að troðast inn þá kemur einhver skvís til mín og spyr mig "heyrðu, ég ætla nú ekki að vera dónaleg, en getur verið að þú hafir fundið þetta sjal á Sirkus í gær?? ...ég nefninlega týndi mínu sem er alveg EINS"
Ég átti nú ekki til orð, í fyrsta lagi var sjalið sem ég var með keypt í danskri HM verslun sem er nú frekar þekkt fyrir FJÖLDAFRAMLEIDD föt og í öðru lagi, þá gengur maður EKKERT upp að einhverri manneskju og segir svona!!
Ég var svo hissa að ég rétt náði að staula upp aumingjalegu "nei, það getur ekki verið" Aaarg... mér leið eins og ég væri einhver steliþjófur.... en sem betur fer bætti Bridget það upp... en verð að segja að þegar ég var að labba út í bíl þá átti ég allt eins von á að einhver stykki á mig og stæli sjalinu!!

Ja hérna... svona eru nú sumir Íslendingar dónalegir!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home