s

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Jæja

Hvunndagslífið virðist vera að komast í eðlilegt horf, fyrir blessuð börnin í það minnsta. Slæmt er það þó að heyra að margir kennarar íhuga uppsagnir. En það var eins og kennarar hefðu misst almennings samúð með aðgerðum sínum um að hringja sig inn veik... það virtist alla veganna liggja í loftinu. Ég fór með Nökkvann í skólann í gærmorgun og mætti strax tveimur mjög reiðum foreldrum... Þetta er slæmt ástand fyrir alla... en ég ætla allaveganna að reyna vera pínu jákvæð, held að það verði að reyna horfa bjartara á þetta allt og sérstaklega að börnin finni fyrir jákvæðni í staðinn fyrir alla þá neikvæðni sem virðist búin að umlykja alla.
Það er alltaf erfitt að finna hina einu sönnu lausn... reyndar heyrði ég af að í Færeyjum sé "hinn gullni meðalvegur" (víst einhver gata sem heitir það).

...kannski væri best að hrúga samningsnefndum þangað á næsta fund!

En ég ætlaði nú ekkert að tala um þetta núna, heyrist á öllum að flestir séu komnir með nóg af að ræða þetta. Versta við að ég er eiginlega búin að gleyma því sem ég ætlaði að skrifa um... huh... já, já, ég er að smitast af henni Freyju minni... þetta gullfiskaminni er greinilega bráðsmitandi hehe (vonandi tekur hún þessu ekki illa... nei, þekki ´ana... so no hards feelings Freyja).

Jæja, ég ætla nú samt að enda þetta blogg sem ég gleymdi svo að blogga á matarfrétt af mbl.is
"Matargat
Japaninn Takeru Kobayashi setti um helgina nýtt og glæsilegt heimsmet þegar hann sporðrenndi 69 hamborgurum á aðeins átta mínútum. Fyrir það fékk hann jafnvirði um 650 þúsund krónur í verðlaun."

...69 hamborgarar, hugsa sér (af hverju gat hann ekki einn í viðbót, 70 er svona skemmtilegri tala)

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home