s

föstudagur, nóvember 19, 2004

Mikið skelfilega er kalt!

Ég sit hérna INNI í einni flíspeysu, einni lopapeysu og hef nýlokið við heita kakóið mitt en samt skelf ég enn... brrrrrrrr Góða við þetta allt er að veðrið er afskaplega fallegt, heiðskírt og snjór yfir öllu.
Í gær voru greinilega nokkrir sem voru að klessa bílana sína, keyrði eflaust framhjá þremur eða fjórum slíkum í gær og fékk nærri því fljúgandi Toyþotu coRollu framan á bílinn minn. En rollan var að koma úr gagnstæðri átt og kallinn hefur misst stjórn á rollu kvikindinu, sem líka flaug yfir eins og eina stóra umferðareyju og stoppaði, sem betur fer þar, en þar "mjóaði sko munu" að ég hefði sko fengið eitt stykki rollu á húddið mitt.
Svo er það blessuð bílageymslan... skil ekkert í byggingaverktökunum sem byggðu húsið mitt að hafa bílageymsluna í kjallaranum (daaaa)... kommon... það er alltaf allt frosið í brekkunni niður. Af hverju voru ekki bara venjulegir bílskúrar með ??? En allaveganna þá er eflaust skondið að fylgjast með mér á mínum heilsársbomsum reyna að komast upp þennan ramp... það er sko tekið "tilhlaup" og reynt að taka brekkuna á ferðinni... en yfirleitt þarf nokkrar tilraunir og í gærmorgun endaði ég á því að bakka upp helv. rampinn!

...ég vil bílskúr... og svo væri allt í lagi að fá smá hita líka.

jæja, nóg í bili...
S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home