s

mánudagur, nóvember 15, 2004

Veit ekki hvað á að gera!

Þegar ég flutti út þá fannst mér Ísland nánast vera tákn um stöðuleika, vera svona fasti punkturinn í lífi manns... ég vissi alveg hvernig Íslandið var og að hverju maður gekk. Auðvitað voru sveiflur í pólitík og lífi fólks og lífsgæðakapphlaupið eins og hraðast gerist, en það vissi ég.

En þegar ég flutti heim þá hefur mér liðið eins og landið og þjóð sé nánast að klofna... í alvöru... mér finnst alveg svakalega mikið hafa breyst (eða ég hef kannski verið með augun lokuð áður). Það er nánast hræðilegt morð framið í hverjum mánuði (eða svo til), olíufélögin ruplandi almenning, spillingin enn meiri en áður og svo blessaða kennaraverkfallið!
Veit ekki alveg hvernig ég á að tala um það, ekki misskilja mig, ég tel að kennarar eigi að fá hærri laun eftir þriggja ára háskólanám og styð því launahækkun þar. En þar sem ég er móðir skóladrengs þá snerti það mig svakalega í morgun þegar hann fór í skólann með tilhlökkun ... en svo sendur heim út af veikindum kennarans ... mér fannst þetta svíðandi, finnst eins og börnin séu farin að finna en meira fyrir þessari barráttu, enn persónulegra... þau eru látin rúlla fram og tilbaka eins og jójó...

Mér líst í raun ekkert í hvað stefnir, því ég veit að útlit verður fyrir mikinn flótta úr kennarastéttinni og það þýðir jú, bara eitt, verri menntun fyrir börnin okkar. Og það er hræðilegt því ég hef talið að Ísland væri í góðum málum varðandi menntamálin.

En eins og í fyrirsögninni, þá veit ég í raun ekki hvað á að gera....
...veit bara að Ísland er ekki lengur þessi fasti punktur í tilverunni !

Er ekki einhver með hina einu sönnu lausn ?

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home