s

fimmtudagur, desember 02, 2004

Gaman...

...að mæta í ræktina hálf sofandi, skella sér á hlaupabrettið og vakna svo við gömul LedZeppelin lög og Pixies lög... ekkert eins hressandi... einhvern veginn færist brosið hærra og maður fer hraðar.
...að fara svo í spinning þar sem kennarinn er mætt með jólaljós... reyndar ekki um hálsin eins og hún lofaði að gera. Reyndar lofuðu allir að mæta með jólasveinahúfur allan desember, engin mættur í morgun með húfu... sá reyndar eina með húfu á þriðjudaginn! Það sem drap stemminguna í morgun í spinning var að ég var næstum ein í salnum ásamt kennaranum! ... ja, plús einhverjar fimm hræður í viðbót... þið getið rétt ímyndað ykkur stemmingu... púla þarna örfá með slökkt en þó kveikt á jólaseríum!

Já, nú er sko jólaskapið komið... þegar maður er farin að hjóla með jólaljósin!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home