s

þriðjudagur, desember 28, 2004

Jæja, er ekki kominn tími á þetta típíska að líta aftur og yfir árið?

Janúar: Kom nýtt ár, árið 2004, Nökkvi varð sex ára og að því tilefni fengum við heimsókn í Baunaland því mamma, pabbi, Gissur og Íris komu til okkar.

Febrúar: Mikill undirbúningur fyrir hið árlega Þorrablót Íslendingafélagsins í Odense og var blótið haldið með pompi og prakt í febrúar, alveg brillíant skemmtun.

Mars: Hvað gerðist aftur í mars?... Ja, eitthvað var ég á spítala en ekki svo lengi í það skiptið... hmm.. allaveganna mikið unnið í lokaverkefninu. Og eflaust margt sniðugt gert;)

Apríl: Voru ekki Páskarnir þá? Allaveganna man ég að við borðuðum Páskaegg. Svo var haldið áfram með vinnuna í lokaverkefninu...

Maí: Ingvinn, Fredrik og Mary héldu upp á sameiginlegan dag, þann 14.maí. Ingvinn varð þrír og einn en þau hin létu pússa sig saman. Einnig var horft á Júróvisjón og borðaður íslenskur matur að því tilefni hjá Gumma og Freyju. Farið var í heljarinnar hjólreiðartúr til Langesö og tók túrinn daginn, grillaðar voru íslenskar SS-pylsur og notið blíðunnar. Svo hélt vinnan við lokaverkefnið áfram!

Júní: Hér var farið að styttast ískyggilega í heimferð og fluttning til Íslands... blendnar tilfinningar út af því en einnig út af lokaprófinu mínu, en það virtist óþarfa áhyggjur því ég náði og var alsæl. Fórum í afbragðs sameiginlegs innflutnings-og-kveðjupartý í nýju íbúðina hjá Gumma og Bryndísi þar sem tekin voru nokkur spor og farið á einhvern mjööög sérstakan skemmtistað, en í allt frábær skemmtun. Mamma og pabbi komu rétt áður en við fluttum heim. Og svo kom sá dagur sem eflaust var einn af þeim erfiðari á árinu, fyrst að selja OfurFordarann sem hafði sko þjónað okkur vel þau tvö ár sem við vorum í Odense en svo einnig að segja skilið við okkar "heim" síðustu tvö árin og ekki nóg með það heldur að segja bless við alla vinina sem við eignuðumst þarna úti... en sem betur fer höfum enn samband við!

Júlí: Vorum alflutt til Íslands, tilfinningarnar enn skrítnar. En fór í frábært svona "welcome home" partý til Írisar Jens, þar sem nokkrar af æskuvinkonunum voru samankomnar og þar að auki með gamlar myndir sem skemmdu nú ekki fyrir skemmtun! Hér hófst einnig dauðaleit að hinu nýja "heim" á Íslandi, skoðaðar voru ófáar íbúðirnar og meira segja misstum við af tveimur. En rétt fyrir mánaðarmótin fundum við þessa einu réttu!

Ágúst: Fluttum inn í okkar "heim" í Lækjasmárann og komum öllu okkar drasli vel fyrir (fyrir utan geymsluna sem enn bíður eftir tiltekt!). Einnig fundum við okkur nýjan ofurbíl, nánar tiltekið OfurLans, eðalrauður skutbíll! Fórum á Grímsstaði og í Akurbrekku og áttum fína tíma. Nökkvinn byrjaði í grunnskóla, nánar tiltekið Smáraskóla í sex ára bekk! Þvílíkt stór!

September Ingvinn byrjaði í nýrri vinnu sem fjármálastjóri eignarhaldsfélagsins Fasteignar og Klasa, sáum því minna af honum. Nökkvinn var sendur heim úr skóla því skollið var á kennaraverkfall, sem átti eftir að standa í tvo mánuði! Einnig átti undirrituð afmæli í þessum fína mánuði.

Október: Enn stóð kennaraverkfall og Nökkvinn heima. En fengum nú að hitta þær mæðgur Freyju og Ársól þar sem þær ákváðu að verja sínu haustfríi á Íslandinu, mikið gaman að hitta þær og hlökkum nú til þegar þær ásamt Gummanum flytja í Smárann eftir rúmlega ár ;) Farið var á frábært Hrossaball í Þorláks-city, þar sem partur af gamla genginu hittust og höfðu mikið gaman. Hossast var í gömlum amerískum skólabíl á ballið sem haldið var í Reiðhöll Guðmundar, í höfninni! Mikið um hlátur og var Kobbi Kló í ferð með sumum Unum... hehehe ...öhh.. já, og svo urðu breytingar hjá minni því ég tók upp á þeim sið ásamt Unu að fara mæta í ræktina fyrir allar aldir og það á nánast hverjum virkum morgni klukkan rúmlega sex!!

Nóvember: Nökkvinn keppti í fyrsta sinn með sínu liði, Breiðablik og það í Reykjaneshöllinni. Fórum á Sjávarréttarkjallarann með vinnunni hans Ingva, mikið borðað og mikið gaman. Einnig var farið á Jólahlaðborð með vinahópnum hans Ingva, farið í Perluna og endað á Arnarnesi, mikið fjör, mikið gaman. Nökkvinn fór aftur í skólann sinn og hófst eðlilega rútínan aftur. Mætti áfram í ræktina! ;)

Desember: Jólaundirbúningur hefst. Jólasveinar tínast hver af öðrum, Skötuboð þar sem Nökkvinn lokaði sig inn í herbergi til að flýja lyktina. Aðfangadagur, fullorðins-jól voru haldin í Lækjasmára, þar sem Nökkvinn var hjá pabba sínum. Þó hans væri sárt saknað, tókst okkur að halda fínustu jóla, borðuðum dýrindis nautakjöt, Ris a l´amande og súkkulaði suffleé með fínasta félagsskap af tengdó, mömmu og pabba. Jólaboð á Jóladag hjá tengdó, spilað spilið Partý og co. fram á rauða nótt og fengu leikrænir hæfileikar fjölskyldunnar að njóta sín til hins ítrasta. Jólaboð annan í Jólum að Grímsstöðum við Meðalfellsvatn, veður ekki eins og best er á kosið, en fínasti matur og félagsskapur, börnin hoppuðu í pottinn og allir sælir. Svo er bara að bíða áramótanna!... og er enn að mæta í ræktina ;) bara svo ég gleymi því ekki...hehe

Svo gleymi ég náttúrulega fullt fullt af minningum frá árinu 2004, er svoddan gullfiskur, eitthvað sem ég lærði til að mynda af henni Freyju ;) hehe en allaveganna var árið viðburðaríkt og þá stóð hæst fluttningur til Íslands þar sem erfitt var að kveðja góða vini en jafnframt gaman að hitta alla á Íslandinu. En allaveganna áttum við ófáar stundir á Rasmus Rask kollegie í Odense, þær minningar eru ekki gleymdar heldur einungis vel-geymdar!

Takk fyrir frábært ár, allir saman!

Gleðilegt nýtt ár....
S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home