s

sunnudagur, desember 19, 2004

Pödduskratti

Já, það komst einhver vírus í tölvuna mína... læddist gaumgæfulega framhjá eigendum sem og vírusvörninni... ja, reyndar sá vírusvörnin hann en gat ekkert gert til að eyða þessum skratta. En eftir smá maus þá náðist (vonandi allaveganna) að henda pöddunni út.

Annars hefur ekki mikið gerst á þessu heimili... Jólastressið farið að gægjast inn... en samt ekkert mikið... tökum þetta með ró, enn sem komið er. Fórum í smá leiðangur í dag... keyptum eitt stykki jólatré... ja, reyndar tvö stykki en annað keypti Maja, tengdamóður mín. Svo fórum við í jólagjafaleiðangur, ætluðum að vitja gjafarinnar sem hugsuð er handa yngsta manninum á heimilinu en viti menn, hún er uppseld á landinu og það líka í Bretlandi. Hvað gera bændur og búalið nú?? Jú, Freyja og Gummi buðust nú til að kaupa pakkann úti í Baunalandi og koma svo bara prívat og persónulega með pakkann allaleiðina í Kópavoginn... en okkur fannst þetta vera orðin frekar dýr pakki með þeim með !(þau eru svo helv. dýr, hjúin). En sölumaðurinn hvíslaði því að mér að einhverjar aðrar búðir væru að hugsa um að flytja eitthvað meira af pakkanum inn fyrir jólin, svo þá fer morgundagurinn í að hringja í búðir!

En sem sagt ekki mikið meira að gerast þessa helgina... Ingvinn fór í smá vinnuskrall á föstudaginn, en fyrir utan það, ekki mikið gert.

Þar til síðar... S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home