s

sunnudagur, janúar 23, 2005


Afmælisbarnið! Posted by Hello

Já, þó hann eigi nú afmæli á morgun 24.jan. þá var nú haldin veisla í dag og hér er hann nýbúinn að blása... og ekkert svaka spenntur að þurfa bíða eftir að mamma drífi sig að taka mynd!
Annars var hann svaka spenntur, hann fékk pakka frá Danmörku á föstudaginn og vorum við búin að gera samning um að hann fengi að opna hann eigi fyrr en klukkan átta í morgun... hvað haldið þið... jú, minn maður vaknaði á hálftíma fresti frá klukkan þrjú í nótt!!! Ég gafst upp korter í átta og var hann himinlifandi...
Næsti pakki var frá okkur... en vorum búin að segja honum að gjöfin væri ekki komin í búðina, kemur í fyrsta lagi á morgun... en við erum með mynd af gjöfinni... hann rosalega spenntur að vita... spurði og spurði og spurði... "æi, viltu segja mér, gerðu það, gerðu það" Hvað haldið þið að Ingvi hafi gert... auðvitað kom prakkarinn upp í honum og hann setti myndir af grænmeti í umslag og lét Nökkva hafa.. en ásamt litlum miða sem litli karlinn þurfti að lesa... en á miðanum stóð "ef þú ert ekki sáttur við þessa gjöf kíktu þá undir rúmið". Það tók guttan nokkra stund að lesa þetta... og enn að melta þessa skrítnu gjöf, grænmeti (ekkert svaka hrifinn af svipnum að dæma) ... en sá svipur breyttist fljótt þegar hann sá myndina af alvöru gjöfinni... PS2.. Váááá.. einmitt nr.1 á óskalistanum!!! Held að hann sé ekki enn búinn að fyrirgefa okkur þetta ;)

Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home