Ekkert jafn yndislegt og að vakna upp á sunnudagsmorgni, kíkja út og sjá svona fallega sjón!
Já, þetta mátti sjá í Akurbrekku í gærmorgun, æðislegt veður alveg stillt og ískalt. Og hvað er þá betra en að fara í smá jeppatúr, taka snjóþotur með og finna næstu girnilegu brekkuna og renna sér! Það gerðum við allaveganna, frábært alveg, renndum okkur þar til Nökkvinn fór að kvarta yfir því að hann væri hættur að finna fyrir tásunum... og þegar hann kvartar yfir kulda (þessi hitadunkur) þá er sko kalt! Svo við jeppuðumst heim á leið.... Ingva til mikillar ánægju, þ.e.a.s. að fá að finna smá smjörþef af jeppatúr... allaveganna vorum við á réttri leið eða á Fjallabak syðri þó það hafi verið bara nokkrir metrar af leiðinni!
Komum heim og hvað er betra en að fá sér heitt súkkulaði til að ylja sér og jú, spiluðum lík Settles, hið frábæra spil!
Ákváðum að verða á undan brjálaða veðrinu sem spáð hafði verið í dag, mánudag... svo við lögðum af stað hjem igen um tíu leytið í gærkveldi! En viti menn... our luck! við fengum miklu verra veður en er í dag... sáum ekki á milli stika og urðum þvílíkt lengi á leiðinni heim... en heim komumst við og erum mjööög ánægð með það, því einhverjir höfðu þurft að skilja bílana sína eftir á heiðinni... en Ofur-lans kemst allt!
Jæja, nóg í bili... spili...
Srosin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home