s

sunnudagur, janúar 09, 2005


Grímsstaðir við Meðalfellsvatn, laugardaginn 8.janúar 2005 Posted by Hello

Já, við fórum upp í sumarbústað á föstudaginn. Venja er að nokkrir sumarbústaðaeigendur halda brennu og skjóta upp flugeldum þessa helgi, þ.e.a.s. helgina sem er nær þrettándanum.
Það var yndislegt veður eins og sjá má á myndunum... stilla, mikill snjór og jú, svolítill kuldi. En margt er nú hægt að gera sér til dundus í þannig veðri. Til að mynda bjuggu Nökkvi og Ingvi til svaka snjógöng og ég dundaði mér við að gera tröppur yfir fjallið ef göngin yrðu ófær. Svo prufaði ég nú gönguskíði í fyrsta sinn á æfinni... fór nú ekkert svaka hratt yfir en get þó viðurkennt það að ég datt tvisvar... já, ég veit að ég var ekki á bruni en það er nú alveg hægt að detta þegar maður er alveg kyrr og á jafnsléttu... og það tvisvar!!!
Svo fórum við á snjósleðann, eða ég fór bara einu sinni því ekki leist mér á þegar Ingvi var með sleðann í botni og fór í svaka beygjur... held að hann hafi verið að reyna velta sleðanum... svo ég vildi fara heim!!! Nökkvinn fór ófáar ferðir á sleðann. Svo á laugardagskveldinu var kveikt í lítilli brennu og flugeldasýning hófst... iðulega er keppni milli bústaða sem eru í kringum Grímstaði og svo annara bústaða sem eru hinum megin við vatnið... og ég verð að segja að við höfðum vinninginn með flottustu flugeldana!
En þetta var mjög fín helgi.
Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home