Löggur
...eru þær alltaf að gera góða hluti? Auðvitað verða þessi grey að sinna vinnunni sinni en oft finnst mér leiðinlegt að sjá út á hvað þetta gengur hjá þeim (eða virðist ganga), þ.e.a.s. hraðasektir endalaust, ekki að ég sé að spítta neitt.
Ég var á leiðinni heim úr miðbænum í gærmorgun, nei, ekki eftir djamm heldur var að skutla karlinum í vinnuna, jæja, allaveganna þá hægist eitthvað á umferðinni á annari akreininni og kem ég auga á sökudólginn! Jú, löggan búin að stoppa einhvern fyrir ofhraðann akstur og skapar í leiðinni stórhættu með þessum aðgerðum. Svo nokkrum metrum ofar sé ég að tveir bílar eru stopp, annar fastur þvert á umferðareyju og í raun vegar salt þar sem dekkin ná ekki niður á götuna, en hinn rétt fyrir framan... og löggan rétt hjá að sekta! Típískt!
Auðvitað veit ég að ökuníðingarnir eru margir og rétt að sekta þá, en veit líka um ótaldæmi þar sem löggan er að sekta fólk sem fer aðeins yfir leyfinlegan hraða... er eins og löggan nái sjaldnar alvöru ökuníðingunum... æi, kannski er þetta bara að pirra mig þegar ég sé lögguna líka skapa oft mikla hættu þar sem hún stöðvar fólk bara hvar sem er og á hvaða álagstíma sem er!
Jú, jú, löggur eru góðar... en pirrandi oft... og nei, ég var ekki að fá hraðasekt!
S r o s i n
...eru þær alltaf að gera góða hluti? Auðvitað verða þessi grey að sinna vinnunni sinni en oft finnst mér leiðinlegt að sjá út á hvað þetta gengur hjá þeim (eða virðist ganga), þ.e.a.s. hraðasektir endalaust, ekki að ég sé að spítta neitt.
Ég var á leiðinni heim úr miðbænum í gærmorgun, nei, ekki eftir djamm heldur var að skutla karlinum í vinnuna, jæja, allaveganna þá hægist eitthvað á umferðinni á annari akreininni og kem ég auga á sökudólginn! Jú, löggan búin að stoppa einhvern fyrir ofhraðann akstur og skapar í leiðinni stórhættu með þessum aðgerðum. Svo nokkrum metrum ofar sé ég að tveir bílar eru stopp, annar fastur þvert á umferðareyju og í raun vegar salt þar sem dekkin ná ekki niður á götuna, en hinn rétt fyrir framan... og löggan rétt hjá að sekta! Típískt!
Auðvitað veit ég að ökuníðingarnir eru margir og rétt að sekta þá, en veit líka um ótaldæmi þar sem löggan er að sekta fólk sem fer aðeins yfir leyfinlegan hraða... er eins og löggan nái sjaldnar alvöru ökuníðingunum... æi, kannski er þetta bara að pirra mig þegar ég sé lögguna líka skapa oft mikla hættu þar sem hún stöðvar fólk bara hvar sem er og á hvaða álagstíma sem er!
Jú, jú, löggur eru góðar... en pirrandi oft... og nei, ég var ekki að fá hraðasekt!
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home